Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 10.04.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 10.04.1993, Blaðsíða 8
HAFNARFIRÐI „AHir sammála um að blása þurfi til nýrrar sóknar í atvinnumálunum,“ segir Steen Johansson, einn skipuleggjenda VORS '93 í Hafnarfirði Hahiarfjarðarhiær ásamt fulltrúum verkalýðsfélaga og atvinnurekenda í bænum hafa tekið höndum saman um nýja sókn í atvinnumál- um í Hafnarfirði og ætla að blása til mikillar atvinnusýn- ingar hafnfirskra fyrirtækja í íþróttahúsinu í Kaplakrika dagana 19. til 23. maí nk. Á- takið hefur hlotið mikla at- hygli forráðamanna atvinnu- lífsins, sem telja þetta þarft framtak. Steen Johansson hefur bor- ið hitann og þungann af und- irbúningi og skipulagi sýning- arinnar ásamt Helga Má Haraldssyni. Slíkt krefst gífur- legrar vinnu enda er mikið í húfi að vel takist til. Það þarf að sjá til þess að skipulag sýningarsvæðisins í íþrótta- húsinu sé eins og best verður á kosið, ákveða hvaða að- stöðu og þjónustu eigi að bjóða á staðnum í tengslum við sýninguna, virkja félög og einstaklinga til að taka þátt og koma saman drögum að skemmtidagskrá vegna stöðugra uppákoma, sem ætl- unin er að halda uppi á svæð- inu og víða annars staðar í bænum sýningardagana. Og víst er að mikið er að gera því þann tíma sem við á Alþýðu- blaði Hafnarfjarðar stöldru- ðum við hjá Steen og Helga stoppaði ekki síminn. Okkur lék því óneitanlega forvitni á að vita meira um VOR '93; hvers vegna Hafnfirðingar eru að blása í herlúðrana núna. Er þörfá VORl '93? „Já, það er tvímælalaust mikil þörf á athafnadögum sem þessum,“ segir Steen. „Það er deyfð yfir atvinnulífi á landinu almennt og við í Hafnarfirði teljum að það sé lífsnauðsynlegt fyrir bæjarfé- lög að reyna að stuðla að ein- hverri vakningu í atvinnumál- um. Hér í Hafnarfirði er harðduglegt fólk, kraftmikil fyrirtæki og öflugt atvinnulíf. Við viljum vekja athygli á þessu og snúa vonleysinu, sem er að ná tökum á okkur Islendingum, í bjartsýni og trú.“ Mikill áhugi á átakinu Steen segir að mikill áhugi ríki hjá þeim aðilum, sem haft hafi verið samband við og kynnt átakið. Það eigi bæði við um einstaklinga og fyrir- tæki í Hafnarfirði. Allir telja VOR '93 þarft framtak og bæj- aryfirvöldum til sóma. Það sé sannarlega tímabært að snúa vörn í sókn. „Sala á básum á sýningar- svæðinu í Kaplakrika hefur gengið mjög vel enda fá menn mikið fyrir aurana sýna. Nú er búið að undirrita samninga á sölu um 70% básanna auk þess sem mikill fjöldi er enn að velta fyrir sér málunum," segir Steen. Hvernig kynnið þig fram- takiö? „Við byrjuðum á að kynna VOR '93 í janúar með því að velja af handahófi 30 fyrir- tæki í forkönnun. 1 framhaldi af mjög góðum undirtektum jreirra aðila kynntum við á- takið fyrir atvinnuaðilum í bænum með sameiginlegu bréfi frá bæjarstjóra og full- trúum verkalýðshreyfingar- innar og atvinnurekenda, þeim Sigurði T. Sigurðssyni og Antoni Bjarnasyni. Við gáf- um fljótlega út kynningarbæk- ling, sem við dreifðum í lok mars til forráðamanna fyrir- tækja og einstaklinga, þar sem kom fram væntanlegt skipulag á sýningarsvæðinu, verð á básum eftir stærð og staðsetningu, opnunartímar, I eðfullkominni teiknitölvu hönnum við, I í samsturfi viðþig, þitt draumaaldhús. I Þú mœlir með grunnmálin af eldhúsinu og í sameiningu röðum við saman margvíslegum einingum, samkvœmt þínu höfði og okkar sérfrœði- þekkingu. Við vinnum meðþérþar lilþú hefur fengiðþað sem þú vilt. Þú tekur virkan þátt í aö kanna þitt eldhús -þín hugmynd -þinn smekkur -þitt verö feafife rac BÆJARHRAUNI 8 HAFNARFIRÐI - SÍMI 651499 Hagstceö vcrö - góö greiöslukjör - stuttur afhendingartími. VISA/EURO raögreiöslur til allt aö 18 mdnaöa. Soluaðilar: Byggingarhúsift/Akranesi. Mlómsiurvcllir/IIclli.ssandi, Húsg;ignalofli<VÍsafirfti, Bynor/Akureyri, Kaupfélag Þingcyinga/Húsavik, Brimncs/Vcstm.cyjum, Málmcy/Grindavík Alþýðublað 1 * •^Hafnarfjarðar Útgefandi: Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ingvar Viktorsson Símar: 50499 og 52609 Prentun: Steinmark hvaða þjónusta verður á svæðinu, skemmtanir, uppá- komur o. s. frv.“ Stöö 2 & Bylgjan í beinni átsendingu Steen segir að almenn kynning hefjist núna í maí. Hann segir að auk þess sem VOR '93 verði kynnt í blöð- um, útvarpi og sjónvarpi í formi hefðbundinna og leik- sem öðru lýður er ljóst að í kjölfar sýningarinnar mun all- ur almenningur allt frá Kjalar- nesi til Reykjanesstáar verða mun upplýstari um fjöl- breytni athafnalífsins hér í bæ en áður. Þess vegna má gera ráð fyrir að viðskipti í bænum aukist.“ Stórdansleikur í miÖbœn- um Þeir bera liita og þunga af skipulagi og undirbúrxingi sýningarinnar Helgi Már Haraldsson, Guðjón Árnason og Steen Johansson inna auglýsinga verði frétta- þáttur Stöðvar 2, 19:19, send- ur út beint frá Kaplakrika á opnunardaginn og muni það vafalaust vekja mikla athygli á sýningunni. Þá verði Bylgj- an með útsendingar frá Kaplakrika sýningardagana og segja frá því sem fyrir augu ber, uppákomum og fleiru. Þannig muni VOR '93 ekki fara fram hjá neinum sem á annað borð fylgist með fjölmiðlum. Hvaöa gildi teljiÖ þiö aö sýningin og annaÖ sem tengist henni geti haft á at- vinnulífiö í bœnum? „Að okkar mati er VOR '93 þegar farið að skila sér í já- kvæðara tali og aukinni bjart- sýni á framtíðina. Þetta hefur áhrif og ég get sagt sem dæmi að forrráðafólk fyrirtækja utan Hafnarfjarðar hefur lýst áhuga á að flytja starfsemi sína til Hafnarfjarðar. Hvað Steen segir að auk sýning- arinnar í Kaplakrika verði boðið upp á kynnisferðir frá Kaplakrika um Hafnarfjörð, við höfnina verði ýmsar upp- ákomur, s. s. skemmtilegar bátaferðir, fiskmarkaður fyrir almenning og fleira. Eitt stærsta golfmót landsins verði haldið í Hafnarfirði yfir sýningardagana, sem nefnist Opna Hafnarfjarðamótið, og unglingahljómsveitir bæjar- ins ætli að troða upp í Kaplakrika og halda tónleika. Efnt verði til meiriháttar stórdansleiks í miðbænum, Laddi kemur fram og vinir Hafnarfjarðar og fjölmargt fleira. Ogerningur sé að telja það allt upp hér. Og nú mátti Steen ekki vera að því lengur að sinna blaðamanni og var rokinn útí bæ að hitta fleiri atvinnurekendur og eintak- linga vegna VORS '93. Persónan á myndinni er Gaflarinn. Hann verður tákn sýningarinnar í Kaplakrika. Hönnuður er Katrín Þorvaldsdóttir, en þessa dagana er hópur kvenna að vinna að framleiðslu þessa minjagripar á vegum Hafnarfjarðarbæjar

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.