Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.07.1993, Side 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.07.1993, Side 1
7. tbl. 51. árg. júlí 1993 Nýr bæjarstjóri í Hafnarfirði Ingvar tekinn við Guðmundur Arni Stefánsson fyrrverandi bœjarstjóri afhendir bér lngvari Viktorssyni núverandi bæjarstjóra lyklavöldin. Góð samvinna við þúsundir bæjarbúa er Guðmundi Árna efst í huga þegar hann hættir sem bæjarstjóri og tekur við starfi heilbrigðis- og tryggingamáiaráðherra „Það er með mikilli eftirsjá, að ég læt af störfum sem bæjarstjóri í Hafnarfirði. Þetta hafa verið góð sjö ár og ég mun ævinlega minnast hinna frábæru samskipta sem ég hef átt við starfmenn bæjarins og bæjarbúa almennt þennan tíma", sagði Guðmundur Arni Stefáns- son, sem lét af störfum sem bæjarstjóri um mánaðamótin en eins og kunnugt er hefur hann tekið við störfum heilbrigðis- og tryggingmálaráðherra. GuðiTuindur Arni sagði að þessar breytingar á lians liögum hefðu komið upp með mjög skömmum fyrirvara. „Það gafst lítill tími til umþóttunar, en ákvörðunin um að breyta um vattvang var erfið" sagði hann. „Hins vagar er á það að líta, að ég hef setið í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar um I I ára skeið og þar af sem bæjarstjóri í 7 ár og það er alltaf spurning hversu lengi menn eigi að sitja á sama stað. Ég sagði strax þegar ég tók við starfi bæjarstjóra að ég ætlaði ekki að verða augnakarl í sæti bæjarstjóra. Og spurningin er hvort ekki sé skynsamlegast að hætta leik þá hæst hann stendur." - Hvaða verk þykir þér vænst um að hafa átt lilut að máli í störfum sem bæjarstjóri? „Það er erfitt að taka einstök verk- efni út úr. Ég hef átt kost á því að koma nærri fjölmörgum áhuga- verðum verkefnum sem hafa orðið til hagsbóta fyrir Hafnarfjörð. Ymsir góðir hlutir hafa átt sér stað á málum gerist ekkert á öðrum sviðum. Þannig að almennt svara ég því til, að góð samvinna við þúsund- ir bæjarbúar í gegnum árin við að gera góðan bæ betri, er það sem er efst á blaði í minningunni. Guðmundur Árni með nánasta samstarfsfólki sínu á bœjarskrifstofunum. vettvangi íþrótta-og æskulýðsmála, menningarmála, dagvistar- og skóla- mála, í fegrunarframkvæmdum og mörgum öðrum sviðunr. Hins vegar hef ég alltaf lagt á það grundvallar áherslu að atvinnumálin haf'i for- gang, því án uppbyggingar í atvinnu- Á hinn bóginn er rétt að geta þess, að þótt ég hafi breytt um vinnustað, þá eru langt í frá slitin öll tengsl við Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. Ég mun sitja áfram í bæjarstjórn og reyna að láta gott af mér leiða. Og auðvitað verð ég alltaf sami Ingvar Viktorsson tók við starfi bæjarstjóra þann 2. júlí síðast- liðinn af Guðmundi Arna Stefáns- syni sem tók í júnímánuði við störfum heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra. A fundi bæjar- stjórnar var samþykkt samhljóða að ráða Ingvar til starfans með atkvæðum bæjarfulltrúa Alþýðu- flokksins. Guðmundur Árni hafði gegnt starfi bæjarstjóra í Hafnarfirði í sjö ár þegar hann lét af því slarfi. Við það að Jón Sigurðsson sagði af sér sem Gaflainn." -Hvernig lýst þér á nýja vinnu- staðinn í heilbrigðisráðuneytinu? „Mér líst ágætlega á hann. Vissu- lega eru efnahagsþrengingar miklar í þjóðarbúinu og það kemur niður á allri þjónustu, ekki síst í þessum víðfemu málaflokkum, heilbrigðis- og tryggingamála. Hins vegar búum við Islendinar vel í þessum efnum og ég hygg að þótt hægi á aukn- ráðherra og alþinismaður var Ijóst að Guðmundur Árni tæki við þing- mennsku. Samhliða því var einróma samþykkt í Alþýðuflokknum að hann tæki sæti í ríkisstjórn sem heil- brigðis- og tryggingmálaráðherra. 1 kjölfar þess urðu eðlilega tals- verðar vangaveltur um hver tæki við bæjarstjórastarfinu af Guðmundi Árna. Niðurstaðan var sú að Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði mælti samhljóða með því að Ingvar yrði næsti bæjarstjóri Hafnfirðinga. ingunni um sinn í þessum mála- flokkum og haldið verði áfram til- raunum til sparnaðar og hagræð- ingar, þá verði þjónustan eftir sem áður fyrsta flokks og ekki síðri en gegnur og gerist hjá nágrannalönd- um okkar", sagði Guðmundur Árni, fyrrverandi bæjarstjóri og núverandi heilbrigðisráðherra, að lokum í sam- tali við Alþýðublaö Hafnarfjarðar. Áfram unnið af fullum krafti ,,Ég horfi björtum augum til framtíðarinnar og hlakka til að takast á við starfið", sagði Ing- var Viktorsson, nýr bæjarstjóri okkar Hafnfirðinga, þegar liann mætti í fyrsta sinn til starfa á skrifstofu sinni í Ráðhúsinu, 2. júlí s.l. „Hér er að mörgu að liuga og áfram veröur unnið af fullum krafti. Hafnarfjarðarbær stend- ur nú í miklum framkvæmdum og hér er enginn barlómur í mönnum. Það er verið að byggja upp nýjan miðbæjarkjarna og standa framkvæmdir nú yfir af fullum krafti. Einnig eru í byg- gingu tónlistarskóli í mið- bænum, annar áfangi Set- bergsskóla, leikskóli við Háholt og framkvæmdir halda áfram í Mosahlíð. Starfsemi vinnuskólans hefur aldrei veriö meiri en nú í sumar og eru fegrunarframkvæmdir miklar í bænum. Þá iná nefna átak í atvinnumálum vegna slæms atvinnuástands, en reynt hefur verið að útvega sem flest- um atvinnulausum einhverja atvinnu. Á næstunni hefjast svo framkvæmdir við inislæg gatna- mót Ásbrautar og Reykjanes- brautar, en Hafnarfjarðarbær leggur þar fram fjármagn til framkvæmdanna. Það er þó ríkið sem sér um framkvæmdir og greiðir fyrir þær, en sain- Ingvar Viktorsson bœjarstjóri mœttur til strarfa á skrifstofu sinni í Ráðhús- inu. kvæmt vegaáætlun á það að gerast á næstu þremur árum. Hafnarfjarðarbær ætlar hins vegar að leggja fram fjármagn til framkvæmdanna, til að strax megi tryggja örugga umferö bíla og gangnadi á svæðið ofan Reykjanesbrautar og á fram- kvæmdum að Ijúka í október n.k. Ríkið greiðir síöan bænum til baka á næstu fjórum árum samkvæmt vegaáætlun. En fyrst og fremst er það öryggi og velferð Hanfirðinga sem við viljum tryggja og í þeim anda munum við starfa áfram", sagði Ingvar Viktorson bæjarstjóri að lokum.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.