Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.07.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.07.1993, Blaðsíða 3
A1 þýðub 1 að Hafnarfjarðar 3 Ársreinkningur Hafnarfjarðarbæjar 1992 afgreiddur Fjárhagur bæjarins í prýðilegu horfi - segir Tryggvi Harðarson, formaður bæjarráðs. Skuldastaðan meira en helmingi betri en í Kópavogi og skuldir Reykjavíkurborgar jukust um þrisvar sinnum nettóskuld Hafnarfjarðar á síðasta ári „Fjárhagur bæjarins cr í prýði- legu horfi þrált fvrir erfitt efna- hagsástand almennt. Enda urðu uinræður um ársreikning bæjar- ins með allra stysta móti þegar hann var afgreiddur á bæjar- stjórnarfundi í lok síðasta mán- aðar", sagði Tryggvi Harðarson nýkjörin formaður bæjarráðs í samtali við Alþýðublað Hafnar- fjarðar um fjármál bæjarins. Peningaleg staða eða nettóskuld bæjarsjóðs var um 780 milljónir um síðustu áramót. Tryggvi var inntur eftir því livort það væri ekki alvarleg staða. ..Það er aldrei gott að skulda", sagði Tryggvi, ,.en engu að síður getur það verið fyllillega eðlilegt. Það þekkja allir. Þegar ég tala um að fjárhagur bæjarins sé í prýðilegu horfi tck ég jafnt mið af þeim ytri aðstæðum sem við búum við og hvað talið er eðlilegt að sveitarfélög 7 ryggvi HarSarson formaður bœjarráös skuldi. Þá þolum við vel samanburð við önnur sveitarfélög. Þegar menn gaspra um slæma fjárhagsstöðu bæjarins og nefna t.d. í sama vettvangi Kópavog og Hafnar- fjörð þá er þar ekki líku saman að jafna. Kópavogur skuldar meira en hejrningi meira en við og vissulega er hann kominn inn á það sem skil- greint er sem hættumörk varðandi skuldastöðu sveitartelaga. Nettó- skuldastaða Kópavogsbæjar er yfir 100% al’ tekjum en talið er að ef hlutfallið l'ari yfir 80% sé ástandið orðið mjög alvarlegt. Skuklastaða Hafnarfjarðarbæjar er aftur á móti um 48% af tekjum, fór niður í 36% árið 1991 en var 51% í árslok 1990. Okkur hefur því bæri- lega tekist til við að halda í horfinu þrátt fyrir erfiðleika síðustu ára". segir Tryggvi. Hann telur að sú mikla uppbygging og öra fólksfjölgun hin síðari ár kalli á lántökur. „Auk þess er hér óvenju liátt hlutfall af börnum og ungling- um sem eiga eftir að skila sínu til bæjarins þegar þau vaxa úr grasi",sagði Tryggvi. „Við þurfum því ekki að kvíða framtíðinni." Þá kvað Tryggvi hinar ytri efna- hagslegu aðstæður hafa verið óhagstæðar hin síðari ár. „Það hefur m.a. kallað á mikið fjármagn frá sveitarfélögunum til að sporna gegn atvinnuleysi. Ef við lítum til höfuð- borgarinnar, eitt ríkasta og hlutfalls- lega tekjuhæsta sveitarfé'.ag lands- ins, þá hafa skuldir þar hrannast upp hin síðari ár. Þannig versnaði pen- ingaleg staða borgarinnar á síðasta ári um 2,2 milljarða króna eða þrefalda þá upphæð sem Hafnar- fjarðarbær skuldar. A tveimur árum er þessi fjárhæð um 3,7 milljarðar króna. Okkur hér í Hafnarfirði hefur því tekist bærilega til við að mæta kreppunni, gcrl mikið til að halda uppi atvinnu og haldið vel utan um peningamálin", sagði Tryggvi Harð- arson formaður bæjarráðs að lokuni. Hafnarborg Myndlistar- sýning Werner Möller frá Cuxhaven lO.júlí til 2. ágúst Málningar- vinna Tökum aö okkur alls konar málningarvinnu, bæöi innanhúss og utan Ódýr og góö vinna fagmanna Upplýsingar hjá Gunnari í síma: 653135 V. Grænmetis- og ávaxtatilboð Grænni fniövikudaga______________ ..........~~ ........... ' " kr.1 39j’ drik uppÞvottal' 2 ..kr' 21 _ I pR1K’ rnýkingarefni 2 .. . kr. 498,- CMAl\flli Þv°ttadatt 3 .. kk igs’, ¥P V Marmo, ka«' ósa 80o ....... kr. 198,- tilboo-169” oasari.. Sumarhúsgögn i miWu úrvaii kr. 14.250,- l V----— /% ol ^ mánud. - föstud. kl. 9 - 22 OPin- laugard. kl. 10 - 20 4,5 kg« a m I ■ sunnud. kl. 11 - 20 “sr* wzmm.'rmr Miðvangi 41 - sími 50292

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.