Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.07.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.07.1993, Blaðsíða 4
Sjómannadagurinn í Hafnarfirði Hetjur hafsins heiðraðar Fimm aldnir hafnjirskir sjómenn voru heiðraöir affulltrúaráöi sjómannadagsins á sjómannadaginn í síðasta mánuði. Athöfninni stjórn- aði Guðmundur Olafsson, fyrrverandi skipstjóri, og er liann lengst til vin- stri á myndinni. Aðrir á myndinni eru hinir öldnu heiðursmenn ásamt mökum sínum; Þorlákur Sigurðsson og Elísabet Pétursdóttir, Júlíus Sigurðsson og Asta S. Magnúsdóttir, Símon Marjónsson, Einar Jánsson og Margrét Kristjánsdóttir og Aðalsteinn Þórðarson og Oddlaug V aldimarsdóttir. Alþýðublað Hafnarfjarðar óskar þessum heiðursmönnum og fjölskyldum þeirra allra heilla íframtíðinni. Kaldá gengur í Fjörðinn Fyrir skömmu síðan komu konur iir Lions-klúbbnum Kaldá fœrandi hendi til stjórnar Iþróttafélagsins Fjarðarins hér í bœ. Þœr Kaldár-konur höfðu ákveðið að gerast allar félagar í liinu unga íþróttafélagi og afhentu með viðhöfn ávísun upp á 50 þúsund krónur, sem voru félagsgjöld allra í Lions-klúbbnum. En þær í Kaldá hafa áður komið við sögu hjá Firðinum, þegar þœr gáfu félaginu sett til notkunar við iðkttn íþróttarinnar lloccia. Má segja að Fjörðurinn liafi þarna eignast trausta félaga íframtíðinni. Myndin er tekin þegar afhendingin fór fram og þar getur að líta. frá vin- stri: Valgerði Hróðmarsdóttur, Þórhildi Sigurjónsdóttur, Hönnu G. Sigurðardóttur formann Ejarðarins, Gyðu Hauksdóttur formann Kaldár, Sigrúnu Pétursdóttur og Ingibjörgu Halldórsdóttur. A1 LÞYÐUBLAÐ ajnarjjaroar ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURInN í HAFNARFIRÐI RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: INGVAR VIKTORSSON SÍMAR: 50499 OG 52609 PRENTUN: STEINMARK 141 142 '□OdOrfpmm Breytingar á leiðakerfi Almenningsvagna Frá og með 28. júní n.k. verður akstri hætt á leiðum 141 og 142. Farþegum á leið í Mjódd er bent á að nota vagn 140 og skipta í vagn 63 á skiptistöð í Kópavogi. Farþegum á leið í austurhluta Reykjavíkur er bent á að nota vagn 140 og skipta yfir í vagna SVR við Miklubraut, á Laugavegi eða á Hlemmi. m Almenningsvagnar bs. - brú milli byggða

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.