Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 06.10.1993, Síða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 06.10.1993, Síða 1
Miðbærinn tekur stakkaskiptum ,,Miðbærinn hcr hjá okkur í Hafnarfirði hefur tekið stakka- skiptum í sumar og haust. Þrátt fyrir að miklar framkvæmdir standi enn yfir er miðbærinn óðum að taka á sig það svipmót sem koma skal," sagði Ingvar Viktorsson bæjarstjóri okkar Hafnfirðinga í samtali við Al- þýðublað Hafnarfjarðar. Ingvar sagði ennfremur, að mikil áhersla væri lögð á að Ijúka þeim framkvæmdum sem bærinn á að sjá um. Pað er að Ijúka gatna- og gangstígagerð eftir því sem hægt Olga hjá íhaldinu Mikil ólga hefur verið í her- búðum Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. A fundi fulltrúa- ráðs flokksins í fyrri viku fékkst engin niðurstaða um framboðsmál. Mathiesenamir munu róa að því öllum árum að koma Jóhanni Bergþórssyni frá með einum eða öðrum hætti. Hefur verið rætt um að sleppa því að halda prófkjör í því sambandi. Á fulltrúaráðs- i'undi sjálfstæðismanna var l'yrir- hugað að afgreiða framboðsmálin fyrir næstu bæjarstjórnarkosn- ingar en það tóks ekki og var fundi því frestað þegar komið var fram á nótt. er, auk annars frágangs í mið- bænum. ,,Um allan heima hafa bæir og borgir átt við þann vanda að stríða sem dauði miðbæja er", segir Ingvar. „Miðbær er hjarta hvers bæjarfélags og bær sem ekki hefur hjartað í lagi getur vart talist alvöru bæjarfélag. Þessa staðreynd hafa menn um allan heim uppgötvað fyrir löngu. Miðbærinn okkar var orðinn allt of lítill og veikur og því mikil þörf að styrkja hann. Það erum við að gera. Eg er sannfærður um að allt athafna- og mannlíf hér í Hafnarfirði mun eflast og dafna í takt við uppbygginguna í miðbæn- um. Hjartað var orðið of lítið og veikt fyrir jafn stóran bæ og Hafn- arfjörð en það er að breytast." Ingvar segir að bygging tónlistar- skólans sé stærsta einstaka verk- efnið hjá bænum í miðbænum. Því miði vel áfram og eigi hann ásamt safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju eftir að setja mikinn svip á miðbæ Hafnarfjarðar um ókomin ár. „Þá er byrjað á framkvæmdum í tenglsum við lækinn en út úr hon- og bœr sem ekki licfiir lijartaÖ í lagi getur vart talist alvöru bœjarfélag", segir Ingvar Viktorsson bœjarstjóri HafnfirÖinga um á að leiða vatn í sérstaka t jöm sem verður við hlið Hafnarborgar", segir Ingvar. „Hún mun setja mjög skemmtilegan svip á miðbæinn og þar munu jafnt ungir sem aldnir geta sest niður og notið lífsins í hjarta bæjarins." Þá segir Ingvar að mikil vinna hafi farið í gatna- og gangstéttagerð í miðbænum. Þetta allt sé að sjálf- sögðu kostnaðarsamt en fram- kvæmdimar séu þess eðlis að ekki sé talið forsvaranlegt annað en ljúka þeim. „Miðbærinn þolir ekki að vera í uppnámi vegna fram- kvæmda lengur en brýnasta nauð- syn ber til”, segir Ingvar. ,,Eg er hins vegar sannfærður um að þessar framkvæmdir munu skila bæjarfélaginu miklu, bæði beint og óbeint, þegar fram líða stundir. Við erum nú að sigla inn í 21. öld- ina og við Hafnfiröingar eigum að vera óhræddir við að byggja upp og vera í farabroddi nýsköpunar", sagði Ingvar Viktorsson bæjarstjóri að lokum. Sjálbræðslan í Hellnahrauni Italir inni í myndinni ítalir hafa sóst eftir að kaupa stálbræðsluna í Hcllnahrauni nicð Haraldi Olasyni seni rekur þar nú stáltætarann. Ekki hafa enn tekist samningar um raforkumál bræðslunnar en búist er við að niðurslaða fáist um þau innan tíðar. ítölsku aðilarnir hafa jafnframt í huga að fullvinna stál í Hafnarfirði og reisa hér völsunarverksmiðju. Hún myndi hafa í för með sér álfka mikil umsvif og sjálf stálbræðslan. Haraldur hefur verið að tæta stál á l'ullu frá því í apríl og hefur nú tætt um 12-13 þúsund tonn af stáli. Af því hefur hann flutt úl á sjötta þúsund tonn og auk þess um 700 tonn af áli og kopar. Haraldur segir að reiknað sé með að afköst stálbræðsl- unnar verði um 2.000 tonn á mánuði þegar hún fari í gang. Viðræður standa nú yfir við Landsvirkjun um raforkumál stálbræðslunnar og hvaða ráðstafana sé hægt að grípa til svo hún valdi ekki truflun hjá öðrum. Suðurbakkinn -framkvæmdum að ljúka, „Með tilkomu hins nýja hafnarbakka stórbatnar öll aðstaða til að veita þjónustu í Hafnarfjarðarhöfn", segir Eyjólfur Sæmundsson, forinaður hafnarstjórnar Setbergsskóli einn glæsilegasti skóli landsins Síðari áfangi tekinn í notkun Blaðsíða 7 Frábær árangur hjá FH í fótboltanum í sumar Blaðsíða 5 Fimm ára vinátta Hafnarfjarðar og Cuxhaven Blaðsíða 2 Hafnarfjörður reynslu- sveitarfélag Sjá leiðara

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.