Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 06.10.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 06.10.1993, Blaðsíða 4
VTS/V 4 Alþýðublaö Hafnarfjarðar Myndasyrpa frá miðbæ j arframkvæmdum Nýi tónlistarskólinn og safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju eru að taka á sig j)á myitd sein koma skal en í vetur verður lokið við allan frágang húsanna utanhúss. Undanfarna daga hefur verið unnið að gerð gangstétta og hílastœða umhverfis húsin auk annars frágangs. Enn er þó eftir að gcra tjörn sem verður fyrir framan byggingarnar.. Ýmsir ráku upp stór augu þegar farið var að grafa við hlið Hafnar- borgar og könnuðust menn ekki við að þar œtti að rísa Itús. Svo mun heldur ekki vera heldur á þar að koma tjörn en vatni í haita verður veitt úr Lœknum og út i hann aftur. Bygging undir verslunarkjarna í miðbæ Hafnarfjarðar er nú farin að rísa. Bílakjallari seitt verður undir húsinu Iteftir þegar verið steyptur og fyrsta Itœðiit vel á veg komin. Lokið verður við að reisa bygginguna í vetur og standa vonir til að starfsemin í húsinu geti liafist síðla nœsta árs. Skrifstofa Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Sími: 50499 Skrifstofan verður opin sem hér segir fram til jóla: Mánudaga frá kl. 13 - 16 Miðvikudaga frá kl. 15 -18 Föstudaga frá kl. 10 - 13 Auk þessa föstu opnunartíma veröur skrifstofan opin eftir því sem færi gefst. Veriö ætíö velkomin og lítiö viö í kaffi.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.