Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 06.10.1993, Blaðsíða 6

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 06.10.1993, Blaðsíða 6
6 Alþýðublað Hafnarfjaðrar Frjálsíþróttadeild FH Halli hættir „Mikið af góðu fólki til að taka við " segir Haraldur Magnússon sem hefur ákveðið að láta af formennsku í Frjálsíþróttadeild FH eftir rúmlega 20 ára starf Haraldur Magnússon, sem verið hefur formaður frjálsíþróttadeild- ar FH í yfir 20 ár, hefur ákveðið að hætta og láta sér yngra fólk taka við deildinni. „H já okkur er mikið af góðu fólki sem er fvllilcga undir það búið að taka við forystu í deildinni" sagði Haraldur Magn- ússon í stuttu spjalli við Alþýðu- blaðið. Haraldur Magnússon Harald Magnússon, þekkja eflaust flestir betur undir heitinu „Halli frjálsi" en það nafn ber hann með rentu. Enginn maður hefur unnið meira fyrir Frjálsíþróttadeild FH á síðari árum en Halli. Hann hefur gert FH að stórveldi á frjálsum íþróttum. Haraldur telur að þeir sem koma til með að taka við deildinni muni gera enn betur en hann hafi gert. „Upp- byggingu íþróttafélags lýkur aldrei og ávallt taka ný verkefni við þegar einu er lokið", segir Halli. Hann segir að starf yngri flokkanna í Frjálsíþróttadeildinni hafi aldrei verið eins öflugt og á síðasta ári og því þurfi ekki að kvíða framtíðinni. Hann segir að eftir því sem fleiri byrji í frjálsum þeim mun öflugri hópi muni það skila þegar fram í sækir. „Reikna má með að I af hverjum 10 sem byrja að æfa nái því að verða afreksfólk", segir Halli. Haraldur kveðst hafa heldur viljað hætta með FH sem bikarmeistara í frjálsum íþróttum en það hafi ekki gengið eftir. Karlaliðið hafi að vísu orðið meistarar í sumar með miklum yfirburðum en það hafi nú orðið bik- armeirstari í fyrstu deild, sex ár í röð. Kvennaliðið hafi hins vegar dottið niður en það haft komið í veg fyrir að bikarmeistaratitillinn færi í Fjörðinn. ,,Þær gömlu höfðu hætt og þær ungu voru ekki fyllilega undir það búnar að taka við af þeim", segir Halli. „Það er hins vegar ánægjulegt að eldri stúlkurnar hafa margar hverjar ákveðið að hefja æfingar og keppni aftur á fullu. Framtíð deildar- innar er því mjög björt." Haraldur segir að hann sjái ekki eftir einn einustu mínútu sem hann hafi varið fyrir Frjálsíþróttadeild FH. „Mér er hins vegar mikið þakklæti í huga til þeirra sem stutt hafa við bakið á okkur í gegnum tíðina. Það er í fysta lagi Hafnarfjarðarbær og þeir sem þar hafa verið í forystu. Þá hefur Sparisjóðurinn stutt okkur dyggilega, svo og Hagvirki-Klettur. ISAL hefur einnig verið einn okkar aðal styrktar- aðili hins síðari ár. Auk þess hafa margir aðrir veitt okkur lið í gegnum tíðina", sagði Haraldur Magnússon að lokum. Alþýðublað Hafnarfjarðar færir Haraldi Magnússyni sínar bestu kveðjur með þakkir fyrir ánægjuleg samskipti á liðnum árum og óeigin- gjart starf um árabil í þágu hafn- firskra íþróttamála. Iþróttaskóli barnanna f vetur verður starfræktur íþróttaskóli barnanna á laugar- dagsmorgnum í íþróttahúsinu Kaplakrika. Þar gefst krökkum á aldrinum þriggja til sex tækifæri til að stunda hreyfinám, auka styrk sinn og þol í leikjum og þrautabrautum. Fimm og sex ára krakkar æfa frá kl. 9:00 til 9:45 en þriggja og fjörurra ára frá klukkan 10:00 til 10:45. Fyrsti tíminn verður næsta laugar- dag, 9. október, og er tveggja mán- aða gjald 2.500 krómur. Inntitun mun fara fram í síma 52672 eftir kl. 18:00 á miðvikudags og fimmtudagskvöld, þann 6. og 7. otk. Umsjónarmenn skólans eru þau, Þorsteinn Jónsson og Rakel Gylfadóttir. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Haf narf irði Félagsfundur Fyrsti fundur Kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafnarfirði verður haldinn mánudagskvöldið 18. október í Alþýðuhúsinu við Strandgötu, kl. 20:30 Gestur fundarins verður Ingvar Viktorsson bæjarstjóri Upplestur og kaffiveitingar Stjórnin Karlalið FH sem sigraöi 6. áriö í riiö Bikarkeppni I. dcildar í surnar. Efri röö: Gunnar Giiðiniindsson,Giiðniundur Karlsson, SigurÖur Haraldsson, Eggert Bogason og SigurÖur Matthíasson þjálfari. Neöri röö: Björn Traustasson, Einnbogi Gíslason, Bjarni Traustason, Siguröur T. Sigurðsson, Jón Oddsson og Ólajiir S. Traustason. Á myndina vantar Einar Kristjánsson. Frjálsíþróttadeild FH Karlarnir á toppnum Fimmtán Meistaramótstitlar hjá deildinni í sumar - sigur karla í Bikarkeppninni og góð frammistaða á frjálsíþróttamótum erlendis „Það sem upp úr stendur eftir sumarið hjá okkur í Frjálsíþrótta- deild FII er góður árangur erlendis hjá okkar sterkasta fólki, jafnt á háskólamótum, Olympíulcikum smáþjóða og landskeppnum", sagði Sigurður Haraldsson í samtali við Alþýðublað Hafnarfjarðar. „Innan- lands er þaö góður árangur í Meistaramótinu og Bikarkcppn- inni." I upphafi sumarsins voru haldnir Olympíuleikar smáþjóða á Möltu. Þar átti Frjálsíþróttadeild FH 5 kepp- endur af 10 í karlaflokki. Einnig var Súsanna Helgadóttir valin til keppni en hún gat ekki tekiö þátt vegna meiðsla. Arangur FH-inganna var með miklum ágætum. Eggert Bogason sigraði í kringlukasti og var annar í sleggjukasti en það var Guðmundur Karlsson sem sigraði í sleggjukasti. Sigurður T. Sigurðsson varð annar í stangarstökki og Einar Kristjánsson varð þriðji í hástökki. Jón Oddsson varð þriðji í langstökki og þrístökki og Finnbogi Gylfason fjórði í 800 metra hlaupi og 1500 m. Meistarmót Islands fór fram í Reykjavík og hlaut FH þar 15 titla eða nær helmingi fleiri titla en næsta lið. Jóhann Ingibergsson vann það afrek að sigra í fjórum hlaupa- greinum; 5 km, 10 km, hálfmaraþoni og maraþoni. Finnbogi Gylfason sigraði í 800 m og 1.500 m hlaupum og boðhlaupum. Gunnar Gunnarsson sigraði í 200 m hlaupi og 400 m. Þá sigraði Jón Oddsson bæði í langstökki og þrístökki en Einar Kristjánsson sigraði í hástökki. Bjarni Þór Traustasson sigraði í fimmtarþraut. Frjálsíþróttadeild FH vann örugga sigra í 4x400, 4x800 og 4x1500 m boðhlaupum á Meistarmótinu. Sveitirnar í 4x800 og 4x1500 m boðhlaupunum seltu ný Islandsmel og bættu þar 17 ára gömul met IR- inga. 1 sveitunum voru Finnbogi Gylfason, Steinn Jóhannsson, Frí- mann Hreinsson, Jóhann Ingibergs- son, Þorsteinn Jónsson og Björn Traustason. Það kom því ekki á óvart að á næsta stórmóti, Evrópukeppni landsliða, átti fjrálsíþróttadeild FH flesta keppendur í karlalandsliðinu. Þar setti Guðmundur Karlsson nýtl Islandsmet í sleggjukasti, 65,46 m, og náði þar þriðja sætinu. Finnbogi Gylfason varð þriðji í 800 m hlaupi og 1500 m. Þá kepptu þar Hjörtur Gfslasson í I 10 m grindahlaupi, Jón Oddsson í langstökki og þrístökki og Gunnar Guðmundsson í 400 m hlaupi og 4x400 metra boðhlaupi. Jóhann Ingibergsson keppti í 10 km hlaupi en Sigurður T. Sigurðsson sem keppa átti í stangarstökki gat ekki keppt vegna matareitrunar sem hann fékk á Möltu. Af þessu má Ijóst vera hversu frábærlega Frjálsíþróttadeild FH hefur staðið sig í sumar og framtíð deildarinnar ætti því að vera björt. Handboltinn í. deild Hörkustuð á Haukum Haukar hafa byrja mjög vel í fyrstu dcildinni í handboltanum. Þcir unnu Stjörnuna í sínuni fyrsta leik og rúlluðu síðan yfir FH-inga í sínum öðrum leik og unnu ineð 31 marki gegn 23 í íþróttahúsinu við Strandgötu. FH-ingar byrjuðu mótið á því að vinna Selfoss örugglega þrátt fyrir að lykilmanni liðsins, Guðjóni Árnasyni, hafi verið vísað endanlega af leikvelli í fyrri hálfleik. Hann var síðan í leikbanni í leiknum gegn Haukunum og var greinilegt að FH- ingar máttu engan veginn við því enda Haukarnir með hörkugott lið. Það verður eflaust gaman að fylgjast með þessum Hafnarfjarðar- liðum í vetur og ekki ólíklegt að þau komi bæði til með að verða í topp- baráttunni. Það má því búast við miklu lífi og fjöri í handboltanum í vetur og baráttu milli Hafnarfjarðar- liðanna tveggja. Bæjarmálaráö Alþýöuflokksins í Hafnarfiröi Hittumst í Hafnarborg Bæjarmálaráö byrjar starfsemi vetrarins meö því aö koma saman í kaffistofu Hafnarborgar föstudaginn 8. okt. kl. 19:30. Mætum hress og kát! Boðið verður upp á léttar veitingar í þægilegu andrúmslofti og afslöppuðu umhverfi Fyrsti reglulegi fundurinn Fyrsti reglulegi fundur bæjarmálaráös veröur haldinn mánudaginn, 11. okt. í Alþýðuhúsinu Strandgötu, kl. 20:30. Allt Alþýöuflokksfólk velkomiö en sérstök áhersla lögö á aö þeir sem sitja í nefndum, ráöum og stjórnum á vegum flokksins mæti.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.