Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 06.11.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 06.11.1993, Blaðsíða 1
Málgagn jafnaðarmanna 10. tbl. 51. árg. 6. nóv. 1993 Afram Hafnarfjöröur Vel á annaö hundraö manns sátu velheppnaða ráöstefnu um atvinnumál í Hafnarfirðir sem haldin var í Hraunholti í framhaldi af Vori 93 Vel á annað hundrað manns sóttu ráðstefnu imi atvinnumál í Hafnarfirði sem halclin var untlir yfirskriftinni Áfram Hafnarfjörður í Hraunholti sl. miðvikudag. Voru menn almennt mjög ánægðir með ráðstefnuna en hún var haldin í framhaldi af sýningunni Vor '93. „Ráðstefnan tókst mjög vel og þátt- takan fór fram úr áætlun", sagði Ingvar Viktorsson bæjarstjóri. „Ég er afar þakklátur öllum þeim sem þátt tóku í þessari ráðstefnu svo og þeim sem stóðu að og tóku þátt í Vori '93. Ég er sannfærður um að þetta verður til að efla hafnfirsk athafnalíf og hvetja menn enn frekar til dáða. Sérstaklega var gaman að heyra hvað menn virtust sammála um að standa saman að því að vinna sig út úr þeirri atvinnukreppu sem við er að glíma", sagði Ingvar. A ráðstefnunni voru fjölmargir framsögumenn en auk þess mjög almennar og líflegar umræður um hinar ýmsu hliðar atvinnulífsins í Hafnarfirði. Margir lýstu sérstaklega yfir ánægju með Vor '93 og að þeir hefðu fundið fyrir því í fyrirtækjum SéÖ yfir hluta ráðstefnuþátttakenda sem voru á annað hundrað sínum að sýningin skilaði þeim um- Þátttakendum var mjög umhugað talsverðum árangri. um frekara og áframhaldandi sam- starf. Þannig var upplýst á fundinum að til stæði að stofna samtök at- vinnurekenda í Hafnarfirði. Þá var ákveðið að setja á fót 5 Starfshópa á afmörkuðum sviðum atvinnulífsirts sem verði opnir þeim Hafnfirðingum sem áhuga hafa. Mynda skal hópa um; verslun og þjónustu, ferðamál, iðnað, sjávarút- veg og fiskvinnslu og síðan um fyrir- tækjanet sem byggi á samvinnu ólíkra l'yrirtækja. Ingvar Viktorsson segir að hann hafi fullan hug á að koma upp hugmyndabanka enda hefðu ýmsar nýstáiicgar hugmyndir komið fram á fundinum. Hann segir að það hafi komið sér á óvart hversu menn hefðu verið fúsir til að efna til samvinnu með það fyrir augum að glæða atvinnulífið í Hafnarfirði. „Það var greinlega hugur í mönnum þrátt fyrir erfiðleika í atvinnulífi og enginn uppgjafartónn", sagði Ingvar Vikt- orsson bæjarstjóri í Hafnarfirði að lokum í stuttu samtali við Alþýðu- blað Hafnarfjarðar. Sólvangur 40 ára Sólvangur varð 40 ára þann 25. október sl. og var haldið upp a afmælið laugardaginn 23. okt. þar sem gestum gafst kostur á að skoða og kynna sér starsemi sjúkiahússins. Ákvörðun um byggingu Sólvangs var tekin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar árið 1945 og var þá einsdæmi að einstök sveitarfélög stæðu að slíkum framkvæmdum og enn þann daga í dag er Sólvangur í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Lengi hefur staðið til að byggja nýja álmu við Sólvang en legurými hefur verið af skornum skammti. Guðmundur Árni Stefánsson heil- brigðisráðherra lýsti því yfir að komið væri að því að byggja við Sólvang enda væri það mjög hag- kvæmur kostur þar sem flest sú þjónusta sem þyrfti væri nú þegar til staðar. Upphaflegur tilgangur með bygg- ingu Sóvangs var að reka þar elli-, sjúkra- og fæðingardeild. Húsið var vígt í október 1953 en fæðinga- deildin tók til starfa í mars ári síðar og var rekin þar fram til júní árið 1976. Frá þeim líma hefur Sólvang- ur verið rekinn sem langlegusjúkra- hús fyrir aldraða. Um árabil var einnig rekin heilsu- vernd á Sólvangi. Fyrir nokkrum árum var tekin í notkun heilsugæslu- stöð í viðbyggingu við Sólvang en Aftur eignarnám Enn deilir Matti Matt við bæinn Leiguhafi skyldi á brott af /óð- inni hvenær sem krafist yrði, bænum aö kostnaöarlausu Elsti vistmaður Sólvangs, Guðbjörg Guðmundsdúttir sem er 99 ára, bragðar á afmœlisterkunni, hjá lienni situr Jón Lárusson en það er Ólafl'a Jóhannesdóttir sem uppvartar. hún er sjálfstæð stofnun. Sóivangur skiptist nú í þrjár sjúkra- deildir sem hýsa um 100 sjúklinga. Þar er rekin röntgen- og rannsóknar- stofa, sjúkra- og iðjuþjálfun, föndurstofa og hand-, fót- og hár- snyrting. Þá er unnið að því að koma þar upp dagvistun fyrir aldraða og fleiru því lengdu. Alþýðublað Hafnarfjarðar óskar Sólvangi, vistmönnum, stjórnendum og starfsfólki til hamingju með af- mælið og minnir jafnframt á áiiegan basar Sólvangs sem verður nú á laugardaginn 6. október kl. 14 í anddyri Sólvangs. Enn stendur Matthías Á. Mathiesen í málaferlum við bæinn. Nú vill hann fá greitt fyrir ræktunarlóð sem hann nýtti undir hesthús en lóð sú skyldi ganga bótalaust aftur til bæ.jarins hvenær sem þess yröi krafist. Áður hafði Mathías gert 108 milljón kr. kröfu á bæinn vegna upptöku á Einarsreitnum en fékk um 16 milljónir króna sam- kvæmt úrskurði. Umrædd lóð er upp í Mosahlíð og var upphaflega úthlutuð Guðmundi Guðmundssyni fyrir 39 árutn. 1 1. gr. lóðarleigusamningsins segir orðréti: „Lóðin er veití meÖ því skilyrði, að leiguhafl hennar verði á brott með mannvirki sín <//' henni, hvenœr sem krafisl er, bœnum að kostnaðarlausu. Ennfremur sé bœnum heimilt, ef með þarf að leggja vegi, vatnsœðar og holrœsi um lóð þessa án sérstaks endur- gjalds til leiguhafa." Þegar Ijóst var að Mathías Á. Malhiesen var ekki tilbúinn að skila lóðinni, eins og um kveður í upp- runalegum leiguskilmála fyrir lóðinni, var tekin sú ákvörðun í bæjarstjórn að láta fara fram eignarnám á lóðinni. Skiptar skoðanir voru þó í bæjarstjórn um hvort fara skyldi f'ram á eignarnám eða taka lóðina umyrðalaust og láta þá reyna á málið fyrir almennum dómslólum. Fór svo að lokum að fjórir bæjarfulltrúar greiddu tillögu um eignarnám atkvæði sitt, þau Ingvar Viktorsson, Tryggvi Harðar- son, Valgerður Guðmundsdóttir og Ellert Borgar. A móti voru Jóhann G. Bergþórsson, Hjördís Guð- björnsdóttir og Árni Hjörleifsson. Aðrir sátu hjá nema hvað Þorgils Óttar Mathiesen, lók ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna vanhæfis. Þegar hefur verið byggt á um- ræddri lóð og hafa byggjendur lent í hinum verstu vandræðum þar sem Matthías Á. Mathiesen hefur komið í veg fyrir að veðheimildir l'áist á þau hús sem byggð hafa verið á lóðinni. Hann neitar að veita þeim veðheimild meðan verið er að útkljá málið.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.