Jörð - 01.02.1940, Síða 13

Jörð - 01.02.1940, Síða 13
ekki hunda, til aÖ draga sleÖana. Nú er páskadagur í nánd, en „hann“ er farinn að sortna í- skyggilega í suÖrinu; skýin á Mýrdalsjökli eru heldur hörku- leg. Kl. 5 verÖum viÖ aÖ tjalda við vesturbungu Mýrdalsjökuls og ganga sem bezt frá öllu, þvi aÖ allt boðar páskarumbu. Þetta er enginn venjulegur jöklasperr- ingur, heldur óveÖur. Til hafs er að sjá hríðarvegginn, sem þok- ast inn yfir. Um nóttina hamast hríðin og frostið er um 19 stig. Um há- degi næsta dag er ekkert lát á veðrinu, en við þurfum að ná í Víkurbílinn; tjöldin kaffennt. Að ferðast á móti hríð með sleða, er erfitt, en það er verra að „taka sig upp“ í fárviðri, án þess að skemma farangur eða kala. Vindurinn ætlar að tæta allt úr höndum manns. Þá er eitt fangaráð: að binda sleðana saman, hlið við hlið, og hafa 4 bönd — sitt i hvert horn. Ekki sér út úr augum, svo nota þarf kompás í sifellu og, sökun? sprunguhættu, fjallalínu. Einn gengur á undan í 30 metra langri línu og annar tryggir undan- haldið með ísöxi, ef bratt er. Niður Sólheimajökul förum við svo hratt sem við þorum vegna sprungna. En þegar nið- ur kemur i Skógaheiðina, þá byrja erfiðleikarnir, þvi gjár og gil tefja sleðaferðina. Við höfum hugsað okkur að ná Skógum, en brúnin og þver- J ÖRD gil Skógaár eru óviss og býsna ljót að sjá í kófinu, enda sleða- og skiðafæri orðið slitrótt. Við tjölduðum því fram við brún i blindhríð og biðum dagsins i hlýjum húðfötunum, matseldum og sofunr til skiftis, því að tveir þurfa að vaka og moka frá tjöldunum, svo þau sligist ekki af snjófarginu. (Einnig er loft- leysi i kaffenntum tjöldum hættulegt, ef „prímus" er not- aður). Strákarnir skjóta við kryppunni. er þeir fara úr hlýj- um pokanum út i hríðina, — ti! að moka frá dyrum, — þykir skömm og gaman af. Það er mikið verk að grafa tjöld úr snjó, en þó verra i slyddu, en þetta urðum við að hafa um morguninn. Þar nleð vorum við búnir að reyna allt: hið bezta — og hið erfiðasta. Komum á páskadag að Eystri- Skógurn, harðánægðir. Þar var hátíðarbragur á öllu og gott að koma. ALLIR, sem lögðu á Suð- urjöklana, skiluðu sér heilu og höldnu. Á heimleiðinni var ráðgert að fara austur aftur um hvítasunnuna. Og úr þvi að ráðagerðir hófust, þótti sjálfsagt að byggja skála uppi á milli jöklanna sem fyrst. Svo var sungið eigi minna en á austurleið. Guðm. Einarsson frá Miðdal. 11

x

Jörð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.