Jörð - 01.02.1940, Síða 19

Jörð - 01.02.1940, Síða 19
ungur sagÖi jafnvel, aÖ þegnar sínir mættu tala og skrifa hvaS sem þeir vildu, ef hann mætti gera viÖ þá hvaÖ sem hann vildi. En einveldi nútímans er vaxiÖ upp úr öÖrum jarÖvegi. ÞaÖ er ekki af guðs náÖ, heldur fjöld- ans náÖ, en fjöldinn þarf aÖ vera álíka afskiptalítill af stjórn- arfarinu og guð virðist hafa ver- ið á sinni tíð. En að nafninu til er þjóð- inni gefinn mátturinn og dýrð- in, hún er látin greiða atkvæði og kjósa á þing, en hún verð- ur að kjósa rétt og hugsa rétt og tala rétt. Til þess er skrifað fyrir hana og prédikað yfir henni sýknt og heilagt, og þar koma hraðpressurnar, út- varpiÖ og samgöngutækin í góð- ar þarfir. Fyrr á dögum fóru konungarnir í stríð af allra hæst- um eigin vilja, sem var guðs vilji. Því næst kom sá tími, aÖ þingmeirihluti var nægur, en stj órnarandstæðingarnir gátu þrumað á móti gerðum stjórn- arinnar, eins og Lloyd George móti Búastríðinu. Nú er farið í stríð af einhuga þjóðarvilja, það verður að sannfæra hvern mann. Og hver maður lætur sann- færast. Vesalings rússneska smáþjóðin neyðist til að gripa til vopna, þegar hið finnska stór- veldi gerir sig liklegt til þess að taka sjálfa Leningrad. Hlýtur ekki hver vel upp alinn útvarps- hlustandi að beygja sig fyrir. slíkri röksemd ? JÖRÐ Það er oft talað illa um hræsnina og verr en hún á skilið. Hræsnin hefur alla daga verið hæverskleg viður- kenning á trú og siðgæði. Það er merkilegur mælikvarði á hugsanaþroska og siðgæðisvitund hverrar þjóðar, hversu vel þarf að vanda til hræsninnar, svo að hún gangi í fólkið. Og það er ekki lítið timanna tákn, þegar hægt er að bæta þá vöruvönd- un upp með nógu harðfylginni auglýsingastarfsemi. Það sýnir, að einstaklingurinn hefur misst fótfestu í eigin hugsun og hugun, ræður ekki meir yfir skynsemi sinni en hann ræður ferðinni, þegar hann er stiginn upp í járnbrautarlest. OKKUR Islendingum er oft talið það til sérstaks gild- is og sóma, að við höfum hvorki her né flota og heyjum engar styrjaldir. Við tökum sliku lofi að vonum þakksamlega, þó að við vitum með sjálfum okkur, að við erum löglega afsakaðir. Hver gæti líka fullyrt, að við mundum fara að stríða, þó að við værum eins margar miljón- ir og við nú erum þúsundir? Erum við ekki skynsamt og frið- samt og sanngjarnt fólk? Ofbýð- ur okkur ekki ofbeldið og rang- sleitnin í heiminum? „Guð minn, eg þakka þér, að eg er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, rang- lætismenn, eða þá eins og þessi tollheimtumaður" (tollheimtu- , 17

x

Jörð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.