Jörð - 01.02.1940, Page 26

Jörð - 01.02.1940, Page 26
MEÐAL endalausra skóga og óteljandi vatna búa þjó'Öir Finn- lands. Þegar í bernsku kynntist Islendingurinn þeim í Sög- um herlæknisins eftir Topelius og Fándrik Stáls Ságner eft- ir Runeberg, hvorttveggja í snilldarþýðingum Matthíasar Jochums- sonar. Hafi íslenzk börn og íslenzkir unglingar yfirleitt lært a'Ö elska nokkra þjó'S af kunnugleik og fjöri, þá eru þaS Finnlend- ar: Finnar og Svíar í Finnlandi. Seinna hafa íslendingum bor- izt þaðan nýrri skáldrit: Nobelsverðlaunahöfundarins Sillanpáá o. fl. Og Finlandia, hin undursamlega hljómkviða tónskáldsins heimsfræga, Sibelius, sem útvarpið íslenzka flutti fyrri hluta kvölds á fullveldisdaginn nýliðna, er áleitni hinna myrku heims- vætta knúði oss til að vígja jöfnum höndum hetjudómi Finn- lands sem helgidómi eigin fullveldis. Vér hlustuðum á Finlandia og heyrðum: e IUPPHAFI var — landið — skóglandið; hin ósnortna, mannlausa náttúra -— fögur, þrungin þungum krafti. 1 skauti hennar elst upp þjóð, er mótast af landi sínu — þús- undvatnalandinu. Það þýtur í skóginum, tindrar á vötnin. Þarna býr þróttmikil og heiðarleg þjóð bænda og skógarhöggs- manna, er sökkvir sér, óáleitin við aðra, niður í fegurð lands og skáldskapar. Þá gellur lúður. Fólkið verður órólegt; það átti enea von á þessu: óvinur er í nánd. Það er ráðist á það. En það stendur ekki nema andartak á svarinu. Þjóð með góða sam- vizku, sem alist hefir upp við brjóst hinnar fegurstu og heilnæm- ustu náttúru, veit umhugsunarlaust, hvernig svara ber — undir öllum kringumstæðum. Annar lúður kveður við: lúður hins ó- skelfda viðnáms. Bumbur eru barðar. A augabragði er öll hin friðsama þjóð sameinuð í iogandi gagnárás. Árásinni er hrund- ið. Sagan endurtekur sig. Þjóðin fær þá notið friðar. um hríð. 24 JORD

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.