Jörð - 01.02.1940, Page 30

Jörð - 01.02.1940, Page 30
þeir vildu ekki horfa upp á tröÖkun helgidómsins og gengu aftur fyrir húsiÖ. Þar stóðu á annað hundrað stúdentar, flestir ungir, nokkrir rosknir — hljóðir og drupu höfði. Allt í einu heyrist lágur og sorgbitinn söngur eins manns; undir eins er tekið und- ir; allir syngja — lágt og harmþrungið: Várt land, várt land, várt fosterland — ljud'högt, o dyra ord. Ej lyfts en höjd mot himlens rand, ej sánks en dal, ej skjöls en strand mer álskad án vár bygd i nord, án vára fáders jord.* Din blomming, sluten án i knopp, skall mogna ur sitt tváng. Se: ur vor kárlek skall gá opp ditt ljus, din glans, din fröjd, ditt hopp — och högre klinga skall en gáng vor fosterlándska sáng.* Er á leið sönginn, óx honum styrkur og syngjendum djörfung. Seinni hluti síðara versins dunaði sem brimhljóð; höfuðin voru nú borin hátt og eldur brann úr augum. Vitum vér þá ekki fyrri til, en sýslumaður kemur með þjóni sínum framundan húshorn- inu og stendur þar berhöfðaður, unz lokið var sönginum. Þá gekk hann hljóðlátlega burt. En vér stóðum enn góða stund og bið- um þess, að hann kæmi sér vel af stað, og mælti enginn orð frá vörum. Vér útlendingarnir fundum, að oss hafði verið veitt inn- sýn í leyndardóm og helgidóm finnlenzku þjóðarinnar — og vér drógum skóna af fótum vorum. Loks gengu menn til hlaðsins. Sjá! Hinum launaða fulltrúa erlenda valdsins hafði runnið blóðið * ÞjóSsörigur eftir Runeberg. Lag: ísland, ísland, ó ættarland. Frb.: Vort land, vort Iand, vort fústerland — jud liögt, ó dyra úrd. Ei lyfts en haud mút himlens rand, ei seinks en dal, ei sjöls en strand mer elskad en vor bygd i núrd, en vora feders júrd. — Din blúmming, sluten en í knúpp, skal múgna ur sitt tvong. Se: ur vor tjerlek skall go úpp ditt jus, din glans, dín fraud, dítt hopp, og högre klínga skall en gong vor fúster- lenska song. 28 JÖRÐ

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.