Jörð - 01.02.1940, Page 37

Jörð - 01.02.1940, Page 37
BÆKUR AÐ er sannkölluð skæða- drífa af prentmáli, sem nú á ári hverju hellist niður yfir Islancl og íslendinga, sum- part alinnlend rit, og sumpart þýðingar erlendra rita, en fæstu af þvi sér frekar stað til lang- frama en snjóflyksunnar, er til jarðar fellur. í báðum flokkum er misjafn sauður i mörgu fé. AÐ er engum blöðum um það að fletta, að rit af al- íslenzkum uppruna eru í algerð- um meirihluta, og þegar maður lítur yfir mergðina, verður manni að undrast og spyrja, hvort það sé mögulegt, að með þessari litlu þjóð geti verið jafnmargir og jafnmiklir andans menn og mergð þessara kvæðasafna, skáldsagna og annarra fagurra Uókmennta virðist bera vott um, eðahvort ekki sé sem sýnist,held- ur sé bókamergðin, rétt að gáð, vottur um oftraust þessara rit- höfunda á sjálfum sér, samfara dómgreindarleysi annars vegar °f> spjátrungshætti hins vegar. Það er leitt, að þurfa að segja þann beizka sannleika, að því miður er hið siðara rétt, og að meginið af þessum bókmenntum hefðu átt að fara í ofna og papp- írskörfur, en ekki prentvélarnar, og að þær heiðarlegu og sumar agætu undantekningar, sem eru rá reglunni, gjöra eins og vant JÖRÐ er, ekki annað en að staðfesta hana. Það er einhver undarleg hug- myndavilla hér hjá mönnum, sem fást við blek og penna, — en það gjöra fjarska margir, — það virðist svo, sem tilhneiging manna hér í þá átt sé mun rík- ari en annarsstaðar, og að ást manna á þessum afurðum sín- um keyri hér á landi fram úr öllu hófi. Hér virðist t. d. litill eða enginn greinarmunur gerð- ur á lagtækni við að koma sam- an vísum, svonefndri hag- mælsku, svo ekki sé sagt hag- mælgi, og skáldskap. Til skáld- skapar þarf tvennt: fagrar um- búðir hagmælskunnar og frum- legt verðmætt efni á andræna vísu. Hið síðara er þó auðvitað aðalatriðið, en hið fyrra ekki nema búningur hins síðara. Sum stórskáld vor, t. d. Grímur Thomsen, höfðu það til að vera heldur lélegir klæðskerar, og standa þó fast á fótum efnisins, en önnur skáld, sem mjög voru í metum á sínum tíma vegna orðskrúðs og kveðandi, þó held- ur efnisrýr væru, eru nú alveg gengin fyrir ætternisstapa. Einu sinni fann kíminn mað- ur upp á því að skipta skáldum vorum í þrjá flokka: þjóðskáld, héraðaskáld og heimilisskáld. Þetta er ekki fjærri sanni, og það verður að biðja héraða- og heimilisskáldin að halda fullri fryggð og vinfengi við eldfæri °g pappírskörfur og yrkja sér 35

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.