Jörð - 01.04.1941, Blaðsíða 75

Jörð - 01.04.1941, Blaðsíða 75
ar. En um Strönd Kolka hefir verið rætt af öðrum í JÖRÐ áður, — og er þar fremur ofmælt en vanmælt — og birt hefir JÖRÐ svipmesta kvæði hans, Gróttasöng (í öðru hefti 1940). Ljóð þeirra Tómasar og Steins eru list listarinnar vegna einnar. Hvorugur þeirra, Tómasar eða Steins, er spámaður, og líklega er það sannast mála um þá, að þeir vildu ekki vera það, þó að guð hefði gefið þeim gáfuna til þess. Þetta eru „skáld, sem leita að yrkisefni, ástfangin hjörtu, sem deginum sjá á bak". Þau „hyggjast vera til, eins og hitt fólkið um bæinn", lifa með þvi, anda að sér sama Iofti, njóta þess stundum furðulega innilega — og þó ekki sársaukalaust. Fyrst þegar er „allur dagur úti og uppgerð skil", kenmr þeim ekki saman um matið. Steini finnst þá þetta allt hé- gómans hégómi — og þó sér hann eftir því: „Svo lítils virði er þetta allt, sem ann eg, og allra gæfu er þröngur stakkur sniðinn. Sem hvítar dúfur hendur þínar fann eg i harmleik einhvers dags, sem nú er liðinn. Sem vindar ljúfir rósum hvitum rugga, i rökkri og kyrrð þú svafst i vitund minni. Og fegurð þin steig fram úr ljósi og skugga og fyllti lif mitt heitri angan sinni. Og svo í kvöld eg sit við opinn glugga og sé ei framar neitt, er á þig minni." Hann reynir að vísu að bera sig borginmannlega yfir því, hve allt þetta er „fánýtt", og hve „smátt að launum galzt" i þessu ljúf- sara lífi. En borginmennska hans er öll á lónni, og er honum miklu eiginlegra að láta huggast í katólskri trúarauðmýkt: „Án efa i æðra ljósi expert og virtuose mun Herrann hærra setja eitt hjarta músikalskt." Tómas nýtur þess hins vegar „handan storma og strauma" að sjá deginum á bak. Stundum hvarflar það að vísu að honum, að þetta sé allt hverfullt — en hvað gerir það annars til? Svona yrkir hann um „unga stúlku, sem háttar", og lesandanum finnst hann vera um leið að lýsa sjálfs sín leið til grafar: „Og dreymnum augum er horft út i vornæturhúmið: Æ.hvers vegna kemur ei neitt, sem ei fer? Og augu þín dveljast loks við litla rúmið, sem lá þarna i allan dag og beið eftir þér." JÖRÐ 73:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.