Jörð - 01.04.1941, Blaðsíða 82

Jörð - 01.04.1941, Blaðsíða 82
mikilli gelu, vanséð, hvernig fer; ég hefi séð sama leik- ara fara með sama hlutverk eitt skipti af list og annað svo, að naumast var kallandi slarkfært. Málarar og mynd- höggvarar skapa listaverk sín einu sinni, og þau hald- ast við líði eftir það, meðan mölur og rið fær ekki grand- að, og þeir geta sjálfir glaðst yfir þeim með öðrum og þegið lof fyrir, löngu eftir að sköpunargeta þeirra er und- ir lok liðin. Lejkarinn er oftast metinn eft5r siðustu frammistöðu sinni, en getur ekkert lof hins liðna sótt inn i framtiðina, og er þá ekki nema von, að hann keppi af ákafa eftir hverfulum gæðum lofs fyrir hið yfirstand- andi og verði illgeðja, þegar honum þy'kir sér ekki vera skammtað nóg. En hann gleymir í geðvonzkunni því, að hann er, eins og allir, blindur í sjálfs sín sök. Það kann einhver að halda því fram, að kvikmyndagerðin hafi úr þessu bætt, en svo er ekki. Fyrst er það, að kvikmynd- irnar eru aðallega gerðar í fjárplógsskyni, og ágæti þeirra fer mjög oft, og oftast, eftir því; en þó þær séu gerð- ar með listina fyrir augum, er hlutfallið sama millí þeirra og lifandi leiks, eins og milli litauðugs málverks og ljós- myndar. Það hafa undanfarið verið að birlast hálfleiðinleg skrif af hálfu aðstandenda leikhússins um leikmál, aðallega leikdóma, — en ég tek það fram, að það eru ekki hiriar góðlátu og skynsamlegu greinar frú Eufemiu Waage, sem ég á við. Það byrjaði, að mig minnir, með nokkurskon- ar leiðarvísi fyrir leikhúsgesti um notkun þeirra á sjálf- um sér, sem prentaður var ekki alls fyrir löngu í einni leikskrá Leikfélagsins. Þar segir, að áhorfendur skuli koma í leikhúsið sem óskrifuð blöð og láta leikendur krota á sig. Það er dálítið til í þessu, en satt að segja ekki mikið. Það er rétt, að áhorfendur verða að koma í leikhúsið andúðarlausir og með vilja til þess að nýta það, eða hafa gaman af því, sem þeir sjá; með því stuðla þeir sjálfir að þvi, að leiköndum takist verk sitt. En hitt er alrangt, að þeir eigi að lofa leikönduin að skrifa takmarkalaust á blöð sin, án þess að þeir gripi þar inn i. Þeir eiga þvert 80 JÖBÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.