Jörð - 01.11.1941, Blaðsíða 48

Jörð - 01.11.1941, Blaðsíða 48
Baldur Andrésson: Norsk þjóðlög MENN HAFA fyrir löngu tekiö eftir því, að í þjóðlögum frænd- þjóðanna á Norðurlöndum er sérkennilegur ómur, sem þau eiga sameiginlegan að meira eða minna leyti. Þessi ómur cr norrænn. Iiann er tiðum dimmur moll-hljómur; i norskum lög- um oft þunglyndislegur, og i sænskum lögum oft angurblíður og gömlu hetjuþjóðlögin dönsku sverja sig og greinilega i ætiina til hans. íslenzk þjóðlög aftur á móti eru flest gerólík þjóðlögum nágrannaþjóðanna; þau eru með eldra sniði og fornlegri hlæ og miklu likari því, sem þjóðlög tiðkuðust á miðöldum, þvi i þeim eru kirkjutóntegundirnar ríkjandi. Þrátt fyrir þessi sameiginlegu norrænu einkenni, þá eru þjóðlög þessara landa hins vegar ólík, því þau hafa á sér þjóðlegan svip sins lands. í norsku þjóðlög- unum er órólegt og stökkvandi hljóðfall, í sænsku þjóðlögunum er róleg bylgjuhreyfing, en dönsku lögin liða hægt áfram, eins og straumlygnt fljót á sléttum landsins. Menn hafa reynt að gera sér grein fyrir því, liver sé orsök þessara þjóðlegu sérkenna laganna. Ef til vill liefir landslagið átt nokkurn þátt i að setja sitt mót á lögin, eða þá hrynjandi tungunnar, sem töluð er í löndunum, og sjálfsagt hafa hljóðfærin, sem alþýða manna hefir mest haft um hönd, einnig átt nokkurn þátt i því. Hið fjöruga hljóðfall í norsku þjóðlögunum stafar sennilega að miklu leyti frá fiðlunni, sem um langt skeiði var algengasta hljóðfærið þar i landi. Það er sennilega eitthvað hæft í þeirri tilgátu, að sjálf náttúran eigi nokkurn þátt í að móta þjóðlögin. í Noregi er mikilfengleg og fjölbreytt náttúrufegurð. Dimmblá fjöll og grænar hliðar spegl- ast þar i lygnum vötnum og djúpum fjörðum. En það er nykur í vötnunum, skrímsli í fjörðunum, tröll í fjöllunum og huldufólk í hólum. í norsku þjóðlögunum er norskri þjóðtrú og norsku þjóð- lífi lýst i tónum. Norsku þjóðlögin er einhver dýrmætasti og feg- ursti þjóðlagaauður, sem nokkur þjóð hefir eignazt. Hér verða ekki talin upp lög, en almenningur hér á landi þekkir mörg þeirra, og ekki sízt lagið „ísland“, en kvæðið hefir Matth. Jochumsson þýtt: „Lýsir af eyju við ísþokuslóð". Það var kirkjutónskáldið Ludvig Matth. Lindemann, sem fyrstur hóf að safna norskum þjóðlögum og skrá þau af vörum fólksins. Árangurinn af því starfi er hið mikla þjóðlagasafn lians, „Ældre og nyere norske Fjældmelodier“, en i því safni eru um 1000 þjóð- lög, raddsett fyrir píanó. Úr norsku þjóðlögunum jusu þeir Ote líull 482 JÖRÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.