Jörð - 01.06.1943, Side 4

Jörð - 01.06.1943, Side 4
Trúin á hálfkæringinn og hálfvelgjuna KITSTJÓRI þessa tímarits var í æsku stúdent úti i Kaupmanna- höfn. Gekkst hann þá fyrir stofnun islenzkrar deildar i ný- mynduðum félagsskap, er nefndist Norræna stúdentasambandið. Leiddi það til stofnunar islenzkrar Kaupmannahafnardeildar í sam- bandinu og þróaðist hun prýðilega i nokkur ár. Þegar málefni þetta var borið fram við menn, var það nýtt og óvænt, og ýmsir drógu nokkuð við sig undirtektirnar, þeirra, er þó virtust í raun- inni sammála, en aðrir voru óhræddir við að játa afdráttarlaust það, er þeim þótti satt vera. Einn var sá, er liinum unga og lítt reynda flutningsmanni nýmælisins þótti taka beinlínis aðdáanlega á málunum: Finnur prófessor Jónsson. Að vísu sagði hann fátt allrafyrst, en fáum dögum síðar, er hann hafði athugað prentuð plögg málsins, skrifaði hann hinum unga stúdent bréf, þar sem hann tók m. a. þannig til orða: „Ég er alveg með þessu og skil ei þær mótbárur, er sumir hafa haldið að mér.“ Þarna var ekki snef- ill af hinum þurrdrjúga tvískinnungi, er einkennir afstöðu margra gagnvart nýmælum, sem þeir þó aðhyllast í hjarta sínu — hinna mörgu, sem ekki eru höfðingjar í lund, þó að þeir eigi kannski að heita höfðingjar — þeirra mörgu, er ekki treysta sjálfum sér og sannleikanum svo frjálslega sem skyldi og bera alltaf fyrir sig, gagnvart hreinskilnu ávarpi, einlivern þurrdrjúgan yfirlætisseming og hálf svör — eins og til að hafa eitthvert „vað fyrir neðan sig“ þar, sem heil hugsun á að geta ratað beint, eða til þess að þeir sýnist ekki of auðunnir — rétt eins og það sé minnkun að vera fljótur að átta sig á sannleikanum og viðurkenna hann afdráttar- laust. Þeir virðast vera margir, sem eru þannig gerðir, að þeir hugsi svo að segja aldrei heila, afdráttarlausa (að ekki sé nefnt: stóra) hugsun (því þátttaka i múgæsingu er allt annars eðlis), heldur svamla áfram gegnum lifið í sífelldum dræmingi, flæmingi og hálfkæringi og „halda uppi virðingu sinni“ með stöðugu yfir- læti, drýgindum og sleggjudómum gagnvart öllu, sem er ungt og einlægt. Ástæðan til þessara hugleiðinga er sú, að JÖRÐ er skýrt svo frá, að ýmsir beri það i munn sér, í tilefni af greininni „Bandaríkin og vér“ i síðasta hefti, að Bandarikjamenn hafi stungið JÖRÐ i vasa sinn — og þá sennilega jafnframt einhverju öðru í vasann á rit- stjóranum í staðinn! Það kemur oss ekki á óvart, að mörgum þyki vissast, til að byrja með, að taka hugmyndunum, sem fluttar eru 98 jökð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.