Jörð - 01.06.1943, Síða 7
ÚTSÝN |
Sigurður Einarsson:
Friður komandi daga
MEÐ hverju missiri, sem líður, verður það ljósara,-
að menn eru farnir að gera sér vonir um nálæg-
an endi þessarar styrjaldar. Styrjaldarvél stór-
þjóðanna sér um það, að enginn ómur berist upp á yfir-
borð hins opinbera lífs, sem geti dregið úr baráttukjark-
inuin. En hún getur ekki komið í veg fyrir, að menn þrái
friðinn og reyni að gera sér í hugarlund, livað við skuli
taka, þegar hinum ægilegu átökum er lokið. í svipinn er
allri orku kostað til þess að vinna styrjöldina. En í djúp-
uiu hugans eru menn að berjast við að finna friðinn, 1
reyna að finna ráð, sem endast mættu til þess, að hann
vrði varanlegur — og réttlátur.
Þjóðverjar hafa þegar lýst yfir því, hvað fyrir þeim
vakir, ef þeiin verður sigurs auðið. Það er nýskipun Ev-
rópu á grundvelli algerrar þýzkrar yfirdrottnunar. Það
er pólitísk og menningarleg útfærsla þeirrar hrokafullu
sjálfsdýrkunar, sem verið liefur átrúnaður Þjóðverja í
meira en tvær aldir: „An deutsclien Wesen wird die Welt
genesen,“ — þ. e.: Hið þýzka eðli mun gera heiminn heiÞ
brigðan, hjarga honum frá glötun. I stórum dráttum veit
beimurinn nú, í hverju sú lækning er fólgin. Hann liefur
fengið nokkuð eftirminnilega sýnikennslu í því í her-
niundu löndunum síðan styrjölddin liófst. Og það þarf eng-
inn maður að gera sér í hugarlund, að á stjórnarháttum
Þjóðverja í hinum undirokuðu löndum yrði stórfelldur
munur, þó að styrjöldinni lyki. Friður settur og saminn
nf þeim yrði að nokkru járnhörð undirokun, en að nokkru
orrustulaus útrýmingarstyrjöld hinnar vopnuðu drottin-
þjóðar á hendur vopnlausum þjóðum, sem hún telur til
ógöfugri kynstofns.
JÖRÐ 101