Jörð - 01.06.1943, Síða 11
prússneskar hugmyndir. Þær fundu aðeins fyrir sér á
Prússlandi óvenjulega heppilegan jarðveg og tæki. Mun-
urinn á Prússum og öðrum Þjóðverjum, t. d. Söxum og
Bæjurum, er enginn eðlismunur, heldur aðeins fjölda. All-
ir Þjóðverjar tilhiðja í hjarta sínu sömu goðin, dreymir
sama drauminn fyrir sína hönd og lands síns. Það er ekki
til neinn munur á Nazista og Þjóðverja. Að vera annað
er sama sem að vera einnig hitt.
Þetta kann að þykja fulldjarflega að orði kveðið,* en
þó er þetta svo, og er að skiljast mönnum í æ ríkara
mæli. Þau öfl, sem steypt hafa veröldinni út i þessa voða-
legu styrjöld, voru fjarri því að vera neitt glámskyggn,
þegar þau kjöru að leiðtoga og tákni aldagamallar þýzkr-
ar drottnunarviðleitni austurrískan almúgamann, borinn
og barnfæddan langt utan endimarka Prússlands. Engir
af höfuðleiðtogum Nazista hafa verið prússar. Himmler,
Göring, Streicher og Frick eru Bayernhúar. Göbbels er
úr Rínarbyggðum. Og það er heldur ekki ómerkilegt
atriði að minnast þess, að Nazistahreyfingin átti upptök
sín í Bayern og hlaut í upphafi öflugasta stuðning sinn
þar. Hinar miklu horgir hreyfingarinnar eru ekki Berlín
og Leipzig, heldur Miinchen og Nurnberg. Og Nietzsclie
°g Treitschke, sem meira en nokkrir menn aðrir hafa
undirbúið hinn andlega jarðveg fyrir heimsyfirdrottnun-
arstefnu Þjóðverja, voru Saxlendingar. Saxlendingur var
oinnig Richard Wagner, uppáhalds tónskáld Nazista. Á
meðan Nazistar hörðust enn til kjörfylgis á Þýzkalandi,
voru Prússar engan veginn ákafastir i það að kasta at-
kvæðum sínum á hið hrúna lið. Og þetta þarf engan að
úndra. Hitler er það, sem liann er, af því að* hánn hefur
úl að hera í ríkasta mæli þá skapgerðareiginleilca og
Þau andlegu viðhorf, sem dýpst eru rótfest í þýzkum
mönnum yfirleitt, og hefur engin prússnesk séreinkenni.
* JÖRÐ heldur, að þelta sé fulldjarflega a'ð orði kveðið, en
J°F® heldur einnig, að sé tekið meðaltal af því, sem hér er sagt,
°S hinu, sem almennt hefur verið álitið, verði útkoman nærri sanni.
Jörd 105