Jörð - 01.06.1943, Side 14
Eftirtektarverð eru i því sambandi orð Roberts Van-
sittarts í bók hans, Black Record, 1941: „Takið ekki
gild orð nokkurs Þjóðverja um það, að liann hafi viljað
þola slíkt uppeldi. Látið ekki blekkja yður af þeirri teg-
und Þjóðverja, sem fullyrða, að þeir hafi skömm á of-
beldi og grimmdarverkum, en hafi aðeins neyðst til að
fremja þau af drottinhollustu við föðurlandið. Ef faðir
manns er atvinnumorðingi, þá ber manni að aðstoða lög-
regluna við að handsama hann, — en ekki steypa sér
út í sömu atvinnugrein. Það, sem máli skiptir, er ekki
það, hverju Þjóðverjar lýsa yfir, heldur hitt, hvernig
þeir hreyta við nágranna sina.“
ÞÓ AÐ Norðurálfan eigi langt í land um það, að
mynda samræma heild í andlegum efnum, þá hefur
hún komizt merkilega langt í því á ýmsum sviðum hins
efnislega lífs. í viðskiptum, fjármálum, vísindum, sam-
göngum, jafnvel löggjöf, réttarfari, dómgæzlu, eru þjóð-
irnar orðnar svo ákaflega liáðar aðgerðum hver annarr-
ar, að það er í raun og veru ekki annað en úrelt hug-
mynd, að ein þjóð hafi ekki rétt til þess undir neinum kring-
umstæðum, að hlutast til um innri málefni annarar þjóðar.
Það má fullyrða, að það verði m. a. árangurinn af þess-
ari styrjöld, að gera alveg útaf við þessa að sumu leyti
úreltu hugmynd, sem stendur í svo nánum tengslum við
pólitíska frelsisbaráttu ýmsra smáþjóða frá öldinni, sem
leið. Þegar jafnvægi og lieilbrigði iiinnar miklu heild-
ar er í veði, vegna innra skipulags og þarafleiðandi
framkvæmda eins meðlims hennar, þá verður þessi af-
skiptaleysisregla glæpsamlegt axarskaft. Þessi nýi skiln-
ingur, á afskiptarélti einnar þjóðar um innri málefni
annarar, verður vafalaust misnotaður, — en hann verð-
ur ofan á. Samkvæmt honum munu Rússar að öllum
líkindum breyta frá grunni stjórnskipulagi Eystrsaltsríkj-
anna, og liafa á þeim annars konar hald, en þeir höfðu
fyrir slrið. Og þessum skilningi verður heitt fyrir um
afskipti Bandamanna af innri málefnum Þýzkalands, ef
108 JÖRÐ