Jörð - 01.06.1943, Side 17
Hann liafði barizt í heimsstyrjöldinni fyrri, — nú var
hann ennþá kominn í einkennisbúninginn. Hann sagði:
»Ég veit, að við vinnum þetta stríð, eins og þau, sem á
undan eru farin. En ef til vill getið þér sagt mér: til livers?
Ég veit það ekki, — nema ef vera skyldi til þess, að
Chamberlainar voiár fengju nú ennþá einu sinni tæki-
færi til þess að snúa sigri í ósigur.“ Mér þóttu orð manns-
ins eftirtektarverð. Þau sýndu mér dálítið af beizkju
þeirri, sem býr í liuga liins óbreytta brezka manns. Og
ugg lians. Hann kunni svo vel sögu Englands, að liann
vissi, að það mundi alltaf verða á takteinum einhver
Chamberlain til þess að svíkja hugsjón friðar og rétt-
lætis, þegar mest riði á að bregðast ekki, — einhver til
þess að fljúga til Godesberg. einhver til þess að sitja við
samningaborðið í Munchen, einhver til þess að gera nýjan
Hoare-Laval sáttmála, einhver til þess að girða með hlut-
leysissamtökum vettvanginn, þar sem vopnað ofbeldið er
að traðka lögum og lýðrétti og láta vanmáttugri þjóð
blæða út, eins og gert var í Spánarstyrjöldinni. Það má *
vera, að þessi roskni alþýðumaður hafi verið of bölsýnn.
En hann á skoðanabræður í hundrað-þúsunda tali á með-
al samlanda sinna. Þeir viðurkenna liiklaust yfirburði
þeirra meginreglna lýðfrelsis, persónulegs réttar og virð-
ingar fyrir manninum, sem eru uppistaðan í félagslegu
og andlegu lífi Bretlands; viðurkenna yfirburði þeirra
fram yfir ofbeldi, gerræði og mannfyrirlitningu einræðis-
ríkjanna. En þeir gera sér jafnframt Ijóst, að það er til-
gangslaust að berjast til sigurs, nema því aðeins, að stór-
kostleg breyting verði upp úr styrjöldinni á innri hög-
um Bretlands og Bandaríkjanna. ICrafan um réttlátt þjóð-
félag er í vitund almennings, að minnsta kosti á Bret-
landi, orðin órjúfanlega ofin saman við þær framtíðar-
vonir, sem við sigurinn eru tengdar. Þetta kom ákaflega
greinilega fram í umræðum í brezka þinginu um alþýðu-
trygginga-lögin, sem kennd eru við Beveridge. Og það
þýðir það, að jafnvel þeir, sem ekki efast um sigur Banda-
manna, vita, að friður komandi daga fer allur eftir því,
jörd 111