Jörð - 01.06.1943, Qupperneq 18
hvort hann verðnr settur af mönnum, sem liafa djörf-
ung til þess að mola niður varnarvígi hins þjóðfélags-
lega ranglætis lieima fyrir, stétta-mismuninn, forréttind-
in, hinn gífurlega mun á aðstöðu til að afla sér likam-
legra og andlegra lífsnauðsynja, — en hafa jafnframt
hugrekki og allsgáðan skilning á staðreyndum til þess
að setja ofbeldismenn og griðrofa í samfélagi þjóðanna
í fullkomna sjálfheldu, á meðan verið að ala þá upp
til lieilbrigðara lífs. Ef friðurinn á að verða saminn og
settur af mönnum, sem á laun taka að efla arftaka nú-
verandi Nazistaklíku Þýzkalands til valda, jafnvel með-
an á samningum stendur, eins og foringjar enska íhalds-
flokksins gerðu unnvörpum við Nazista á undanförn-
um árum, til þess að efla með uppgangi Nazismans drottn-
unaraðstöðu forréttindastéttarinnar yfir allri alþýðu, —
þá verður friður komandi daga sennilega að öllu sam-
töldu engu betri en ófriður hinna yfirstandandi. Það sé
þó fjarri mér, að spá því, að svo fari. Ég er svo bjartsýnn,
að ég' vona þvert á móti, að reynzlan verði öll önnur.
En ég vil ekki loka augunum fyrir því, að svo aðeins
getur það orðið, að gagnger þjóðfélagsleg umsköpun fari
fram í löndum Bandamanna sjálfra, knúin og borin fram
af fólkinu sjálfu á grundvelli þeirrar reynslu, sem styrj-
öldin hefur orðið því. Og ég vil bæta því við, að sú um-
sköpun verður að vera i jafnaðarátt og getur ekki hnig-
ið í aðra átt, ef hún er hreyfing fólksins sjálfs. Á því,
hve sterk og máttug sú þróun er, veltur friður komandi
daga, engu síður en þvi, hvernig Bandamönnum tekst
að bera sigurorð af Þjóðverjum á vígvöllunum. Því að-
eins fá þeir útrýmt Nazisma og Fasisma með gagngeru
siðferðilegu nýuppeldi þeirra þjóða, sem alteknar liafa
orðið af þessum lifsviðhorfum, sem meina þeim að lifa
sjálfum sér farsællega og öðrum háslcalaust i samfélagi
þjóðanna.
Ritað í Mars 1943.
112
JÖRÐ