Jörð - 01.06.1943, Blaðsíða 19
Agnar Kl. Jónsson:
Um stjórnskipun Bandaríkjanna
MANNKYNSSAGAN sýnir, að mannkynið hefur átt
við mörg og margvísleg stjórnarkerfi að búa. Sjálf-
sagt hafa þau öll verið og eru ófullkomin og jafn-
vel stórgölluð. Óhlutvandir menn, sem valdinu hafa náð,
hafa misbeitt því sjálfum sér og sínum til framdráttar
á kostnað fjöldans. Þar að hefur komið, að fjöldinn hef-
ur eigi þolað eða getað risið undir þeim álögum, sem
valdhafarnir hafa lagt á hann. Valdhöfunum hefur þá
verið steypt af stóli. Almenningur, sem lært hefur af
reynzlunni, hefur eigi viljað lifa áfram undir sama stjórn-
arfyrirkomulaginu, sem svo illa hefur reynzt.
Upp úr slíkum jarðvegi hafa svo sprottið ný stjórnar-
kerfi. Þegar fram í liefur sótt, liafa þau heldur ekki reynzt
fullkomin, og svona hefur það gengið koll af kolli, og
enn hefur liið fullkomna stjórnarkerfi ekki verið skap-
að, sem tryggt geti frið og velmegun meðal heimsins
barna. Líklega verður það seint, þótt tilraunir hafi að
sjálfsögðu verið gerðar í þá átt og tilgátur verið fram
bornar um alsæluríki.
Segja má, að nú á seinni tímum hafi þjóðir aðallega
búið við tvær stefnur, einræði og lýðræði. Það er ekki
tilætlunin í þessari stuttu ritgerð að fara út í saman-
burð á þessum tveimur andstæðu stefnum, stefnu kúg-
unar annarsvegar og stefnu frelsisins hinsvegar. íslend-
ingar munu eigi vera í vafa um, livora stefnuna þeir
kjósa sér að húa við í framtíðinni, á meðan ekki skap-
ast ný og hetri stjórnarkerfi. fsland var lýðríki fyrstu
aldirnar eftir að það var numið. Það tímahil var blóma-
öldin í sögu þjóðarinnar. Þegar því lauk, hnignaði öllu.
Landið var hneppt í fjötra ófrelsis og kúgunar. En eftir
að frelsisbaráttan hófst og þjóðin fékk meira og rneira
sjálfræði, tók hagur landsmanna aftur að batna. Það var
eins og þjóðin lifnaði við aftur eftir margra alda svefn.
ÍÖRÐ 113
8