Jörð - 01.06.1943, Qupperneq 20
Hið stjórnarfarslega frelsi varð grundvöllur hinna stór-
felldustu kjarabóta og framfara á öllum sviðum, ekki
livað sízt eflir að ísland varð alveg fullvalda ríki aftur.
Saga íslands sýnir því glögglega, livorl stjórnarfyrirkomu-
iagið muni lienta því betur. íslenzka þjóðin mun elcki
vera í vafa um, að hún vill starfa áfram á grundvelli lýð-
frélsisins.
Hvernig er þá það lýðfrelsisfj’rirkomulag, sem Islandi
mundi henta bezt? — því eins og kunnugt er, getur þar
verið um nlismunandi stefnur að ræða.
Stjórnarskrá fslands, sú sem nú gildir, segir, að stjórn-
skipulagið sé þingbundin konungsstjórn. Þetta stjörnskipu-
lag var ákveðið liér eftir danskri fyrirmynd og hlaut
að vera svo, á meðan ísland var í stjórnmálalegu sam-
bandi við Danmörku.
En stjórnskipulagið í Danmörku var, eins og i mörg-
um öðrum konungsríkjum Evróþu, sniðið eftir stjórnar-
fyrirkomulaginu i Bretlandi. Þar stóð vagga þingræðis-
ins og þaðan breiddist það út til annara ríkja.
Bandaríkjunum, þar sem einmitt svo margt var snið-
ið eftir enskri fyrirmynd, komst þó þingræðið ekki
á, hvorki í upphafi, er stjórnarskráin var samin, eftir
að frelsisstríðinu lauk, né síðar. Liggja til þess söguleg-
ar ástæður. f lýðræðisrikjum nútímans liefur skipting
ríkisvaldsins verið byggð á þrískiptingu þeirri, sem Mon-
tescpiieu* setti fram í hinu fræga riti sínu L’esprit des
lois.** Samkv. kenningu lians skiptist ríkisvaldið í þrjá
þætti, löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald, og
lagði hann mikla áherzlu á, að hvert um sig væri sem
greinilegast aðskilið frá hinum. í Bandarikjunum var
strax frá upphafi lögð áherzla á að halda þessu þrennu
aðskildu og hefur svo verið síðan, en í Bretlandi hefur
þróunin hinsvegar gengið í þá átt, að rikisvaldið hefur
* frb. mongteskjö. R i t s t j.
** frb. lespri de lúa; þýðir: andi laganna. — Ritstj.
114
JORÐ