Jörð - 01.06.1943, Qupperneq 21
aðallega komizt í hendur neðri málstofunnar og þeirrar
stjórnar, sem á hverjum tíma fer með völdin með stuðn-
ingi málstofunnar.
Stjórnskipulagið í Bandaríkjunum liefur orðið fyrir-
mynd að stjórnarfyrirkomulaginu í öðrum sambands-
ríkjum í Ameríku og af Evrópuríkjum i Sviss. Þar lief-
ar þingræðið heldur aldrei komizt á. Svo var einnig í
Xoreg'i skv. stjórnarskrá Noregs frá 17. Maí 1814, en síð-
ar á nitjándu öldinni komst þingræði þó þar á.
Annað megin-atriði, sem hefur orðið öðruvísi í Banda-
rikjunum, er forsetaembættið. 1 þingræðislöndum Evrópu
rr þjóðhöfðingi — konungur eða forseti, eftir þvi hvort
um konungsríki er að ræða eða lýðveldi, og enda þótt
embætti annars sé æfilangt og arfgengt, en liins tíma-
takmarkað og óarfgengt, er ])ó staða livorstveggja svipuð.
Staða Frakklands- eða Finnlandsforseta samsvarar stöðu
konungs í Hollandi, Belgíu eða Norðurlanda-konungs-
ríkjunum. Þjóðhöfðinginn er áhyrgðarlaus og friðhelgur
og stjórnarathafnir lians fá fyrst gildi, er ráðherra tek-
ur á sig áhyrgðina á stjórnaratliöfninni.
Fyrir hverju ráðuneyti er ráðuneytisforseti eða forsætis-
ráðherra, sem venjulega fer jafnframt með eitthvert ann-
að ráðherraembætti.
I Bandarikjunum er forsetinn kjörinn lil ákveðins tíma
(fjögurra ára í einu) á svipaðan hátt og forseti i þing-
ræðislýðveldi (forsetarnir þar og í Finnlandi t. d. eru háð-
ir kosnir af kjörmönnum, sem aftur eru kosnir af þjóð-
inni) og liann er þjóðhöfðingi á sama liátt og þjóðhöfð-
ingjar þingræðislandanna. Sem slíkur fer hann með fram-
kvæmdarvaldið og gilda um það svipaðar reglur og um
aðra þjóðhöfðingja sem handhafa þess, en um sumar at-
hafnin er liann þó bundinn af öldungadeildinni, sem sam-
kvæmt stjórnarskránni á að leggja blessun sína yfir þær.
Svo er um veitingar nokkurra æðstu embætta rikisins og
samninga við erlend ríki. Forsetinn á ekki hlutdeild í lög-
gjafarvaldinu eins og t. d. konungar Norðurlanda, en liann
staðfestir lögin og liann hefur frestandi synjunarvald. For-
jönn 115
8*