Jörð - 01.06.1943, Síða 22
setinn á rétt á og honum ber stundum skylda til að gefa
þinginu skýrslur um ýmis mál; er það oft gert og nú á
seinni árum iðuglega munnlega i þinginu.
En forsetinn er annað og meira en þjóðhöfðingi. Hann
er líka ráðuneytisforseti. Forsetinn velur sjálfur ráð-
herra sína og stjórnar ráðuneytisfundum. Að vísu þarf
öldungadeild þingsins að staðfesta tilnefninguna og hefur
því á valdi sínu að fella ráðherraefni fyrir forseta, en
almennt er litið á þetta ákvæði sem formsatriði og sjálf-
sagt talið að samþykkja ráðherraefnið. Hafi þingið hins
vegar veitt samþykki sitt, er það ekki á þess valdi að
fella ráðherrann síðar. Þá er það forsetinn einn, sem
hefur rétt til þess.
HÉR að framan hefur þá verið minnzt stuttlega á tvö
megin-atriði í stjórnarskipun Bandaríkjanna og ann-
ara helztu lýðræðislanda, sem eru gerólík innbyrðis: þing-
ræðið, sem ekki er til í Bandaríkjunum, og stöðu þjóð-
höfðingjans, sem mjög er þar með öðrum hætti, þar sem
hún samsvarar stöðum lconungs eða forseta og forsætis-
ráðherra háðum. í þessu tvennu felst aðalmismunurinn
á stjórnarfyrirkomulaginu i Bretlandi og öðrum þingræð-
isríkjum annars vegar og Bandaríkjunum og þeim lönd-
um öðrum, sem liafa fylgt þeim sem fyrirmynd hins vegar.
Af slíkum meginmun sem þessum hljóta ýmis önnur at-
riði að vei’a mismunandi, og er ókleift að fara langt út
í þá sálma hér. Nokkur atriði skulu þó talin.
í þingræðislöndum er það yfirleitt þjóðhöfðinginn, sem
kveður þingið saman. Svo er ekki í Bandaríkjunum. Þing-
ið kemur þar að jafnaði saman án tilstilli forseta, en
iieimilt er honum þó að kveðja það sanxan, ef lxann tel-
ur þess þörf. Þjóðhöfðingjar í þingræðislöndum geta yfir-
leitt slilið þingi eða rofið það, en slíkt getur forseti Banda-
i-ikjanna ekki gert.
í þingræðinu felst það, að ríkisstjórn eða einstakir ráð-
iierrar geta ekki farið með völd nema þeir liafi stuðning
meiri hlutans á hak við sig (þótt svo sé reyndar ekki allt-
116 JÖRÐ