Jörð - 01.06.1943, Side 23
af í framkvæmdinni) eða með öðrum orðum: seta þeirra
er háð vilja þingsins og það hefur á sínu valdi að fella
einstaka ráðlierra eða ráðuneytið i heild með vantrausti.
Þar sem ekki er þingræði i Bandaríkjunum, getur þingið
ekki fellt ráðlierrana með því að lýsa vantrausti sínu á
þeim. Pólitísk áhyrgð ráðherra gagnvart þinginu er ekki
til. Ráðherrarnir eru eingöngu persónulega ábyrgir gagn-
vart forsetanum. Þar sem hann er ráðuneytisforseti, kem-
ur því síður til greina, að ráðuneytið sem heild verði fellt.
Þá er það svo, að í þingræðislöndum geta ráðherrar
yfirleitt verið þingmenn. I Bretlandi eiga þeir að vera
það og annarsstaðar er það í rauninni talið sjálfsagt, að
þeir séu jafnframt þingmenn. Lýsir það sér í því, að oft-
ast nær eru ráðherrar valdir úr hópi þingmanna. í Banda-
ríkjunum mega ráðherrarnir ekki vera þingmenn og þeir
eiga heldur ekki samkvæmt embættisstöðu sinni sæti eða
málfrelsi á þinginu. Þegar þingið þarf að ná tali af ráð-
herrum, gera þingnefndir það og er það með nokkuð
sérstökum hætti. Þingnefndir lialda iðuglega nefndarfundi
í heyranda hljóði og eru þeir nefndir „hearings“. Nefnd-
irnar bjóða þá ráðherra að koma til fundar að gefa skýrslu.
Skýrslur eru þá gefnar í ræðuformi, og á eftir er skýrslu-
gefandi spurður spjörunum úr, alveg eins og hann sé til
vfirheyrslu hjá rannsóknarnefnd. Aðrir en ráðherrar geta
hka komið á þessa nefndarfundi hæði boðnir og ótil-
kvaddir. Þessi aðferð er mikið notuð til þess að koma
fram mótmælum gegn löggjöf og embættisveitingum og
öðrum málum, sem þingið hefur til meðferðar. Sem dæmi
nm það, sem fram getur komið með þessari aðferð, en
er óþekkt alls staðar annars staðar í heiminum, má nefna,
að á meðan sá, sem þetta ritar, átti lieima i Wasliington,
kom það fyrir, að Öldungadeildarnefnd liélt „hearings“
út af útnefningu manns sem hæstaréttardómara. Núver-
andi Bandarikjaforseti hefur átt í töluverðum hrösum
við hæstarétt og gerði m. a. tilraun til þess að f jölga dóm-
urum réttarins, til þess að koma sínum mönnum þar að.
Þetta tókst ekki, en skömmu eftir þessa tilraun losnuðu
jörð 117