Jörð - 01.06.1943, Side 24
nokkur sæli í dómnum og' útnefndi liann þá sina menn
í liin auðu sæti. Hér var um eina slíka útnefningu að
ræða, og liafði liún, eins og aðrar slíkar útnefningar í dóm-
stólinn, vakið töluverða athygli. Ymsir komu fram fyrir
nefndina og voru með eða móti útnefningunni; meðal
þeirra, sem komu fram, var kona ein, sem kom alla leið
frá Miðveslurríkjunum, kostuð af kvenfélagi einu þar.
Upplýsti hún, að þessi væntanlegi hæstaréttardómari liefði
tíu árum áður skrifað grein um málefni eitt og haldið
þar fram skoðun, sem ekki kom heim við skoðun kven-
félagsins á þessu máli. Þótti því kvenfélaginu það stór-
hættulegt, ef maður þessi yrði gerður liæstaréttardómari
og skoraði konan á þingnefndina að afstýra þeim voða,
sem þessi útnefning gæti haft i för með sér fj'rir þjóð-
ina! Nefndastörfin geta oft tafizt og torveldazt af fram-
hurði sem þessum, en hinu er ekki að neita, að ráðherr-
ar og merkismenn þjóðarinnar úr atvinnu- eða mennta-
lifinu koma oft fram með mikilsverðar upplýsingar og
hendingar einmitt á þessum vettvangi. Þessum „hearings“
er því venjulega veitt töluvert mikil atliygli.
AÐ var tilgangurinn með þessari stuttu grein að lýsa
lítilsliáttar stjórnarfyrirkomulaginu í Bandaríkjun-
um og gera grein fyrir að hverju leyti það er öðruvísi
en tíðkast i þingræðislöndum, þar á meðal á íslandi. Nú
stendur fyrir dyrum mjög merkileg og þýðingarmikil
breyting á stjórnarhögum íslands, og mun það skipta
miklu máli, hvernig þeim verður fyrirkomið. Hér að fram-
an er gert ráð fyrir því, að Islendingar muni vera sam-
mála um að halda áfram á lýðræðisgrundvelli, en eins og
sjá má, er hægt að hafa lýðræðisfyrirkomulagið öðruvísi
en hjá oss hefur tíðkazt. ísland hefur verið i tölu þing-
ræðislanda síðan æðsta stjórn landsins varð innlend rétt
eftir síðustu aldamót. Á þeim tíma, sem síðan er liðinn,
hefur þjóðin fengið mörg tækifæri til þess að kynnast
þingræðinu með öllum þess mörgu kostum og göllum. Það
er því ekki nema eðlilegt, að einhverjir hugsi, hvort ekki
118 J ÖRD