Jörð - 01.06.1943, Side 26

Jörð - 01.06.1943, Side 26
MENNINGARSTARF ,,ORÐIГ eftir Kaj Munk sýnt í Reykjavík KAJ MUNK er meðal yngstu og atkvæðamestu skálda Dana, mjög sérkennilegur og sjálfstæður í hugsun og svo fágætur alvörumaður, að hann tekur í fullkominni og einfaldri alvöru fagnaðarerindi Jesú Krists, eins og það liggur fyrir i guðspjöll- unum) — a.m.k. gerir hann það í „Orðinu“ — a.mk. að því er krafta- verk snertir! Hvort hann hefur rakið þau rök til róta svo langt, sem skynsemi fær með fylgst, er annað mál. Að vísu er ekki ger- andi ráð fyrir, að skynsemin fái krufið lcraftaverk til mergjar, — en hún ætti að geta gert sér nokkra grein fyrir því, hvað það mundi þýða, ef óvefengjanleg uppvakning frá dauðum — kærleika vegna — i krafti trúarinnar — færi fram í nútíma mannfélagi. /^tANGUR LEIIvSINS er þessi: Aðalsviðið er danskur bóndabær, stór og söguríkur að fornu og nýju. Fyrirferðarmesta persóna leiksins er bóndinn þar, 75 ára kempa. Feður hans höfðu búið þar mann fram af manni. Þegar hann tók við búinu, var hann ungur og nýkvæntur og gagntekinn jafnt af ábyrgðartilfinningu og metn- aði gagnvart föðurleifðinni og af ungri, þjóðlegri trúarhreyfingu, er um miðja 19. öld fór eldi um alla Danmörku, einkum sveitirnar, og átti þjóðskörunginn Grundtvig að upphafsmanni og leiðtoga áratugum saman. Grundtvigsstefnan var „glaður kristindómur“, ef ekki að öllu djúpur, og náði geysilegum vinsældum meðal bænda- fólksins og er langt frá, að þar væri um lizkufyrirbrigði að ræða. Hér var í raun og veru af fágætum persónuleika vakin hreyfing, er náði til hjarta fólksins og vakti marga meðal þess til eiginvit- undar um, að fagnaðarerindið er rétt nefnt. Litlu seinna en Grundt- vigsstefnan reis þó upp keppinautur, þar sem Heimatrúboðið er, en það átti meiri ítök í bæjunum og meðal fátækara fólks, er ef til vill hefur fundið svölun á því að geta litið niður á „betri bændur“ og þeirra fólk, sem voru aðaluppistaðan i Grundlvigsliðinu, — en Heimatrúboðsfólkið taldi sig „frelsað“, og aðra yfirleitt „glat- aða“ — á meðan þeir væru ekki gengnir þvi á liönd! Enginn efi er á því, að Heimatrúboðið hefur, þrátt fyrir þetta og þvílíkt, að sumu leyti lagst dýpra en Grundtvigsstefnan gerði að jafnaði: fund- ið og bent betur á alvöru og ábyrgð lifs og dauða en aðrar trúar- stefnur þar í landi. 120 jonn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.