Jörð - 01.06.1943, Qupperneq 28
Áður en farið verður yfir i 2. þátt, verður að geta þess, að fram-
angreindur þráður er slitinn sundur á kafla við það, að Jóhannes
kemur inn, Hann liefur geggjast við það, að missa kærustu sína
af slysförum og mistakast það að vekja hana upp frá dauðum og
heldur nú, að hann sé Kristur endurborinn. Og hann liefur alveg
sérstaka persónu til að bera þá meinloku uppi með virðuleik og
samkvæmni. Enginn á heimilinu tekur hann alvarlega nema cldri
dóttir Mikkels og Ingu, á að gizka 7 ára að aldri. — Litlu eftir
að Jóhannes er kominn á sviðið, kemur sóknarpresturinn inn í
fyrstu heimsókn að Borg. Hann er nýfluttur í kallið og er engrar
stefnu maður, en lítur fyrst og firemst á sig sem embættismann
og vörð velsæmis og menntaðs hugsunarháttar i andlegum efnum.
Honum gengur illa að átta sig á Jóhannesi, er tekur honum sem
skriftlærðunf prestahöfðingja og talar í Biblíu-tilvitnunum, unz liann
fer frá hinum truflaða gesti, honum til ekki litillar hugarhægðar.
Þá kemur Mikkel yngri inn og siðar Mikkel eldri og fer prestur
þá brátt, því hann kunni ekki við sig í samneyti við menn með
ákveðnar stefnur, en hafði þó áður tekizt að gera svo grein fyrir
sínum andlegu hæfileikum og háttvisi sinni, að gamla Borgen varð
að orði, er hann var kominn út úr dyrunum: „Og fyrir þetta fær
hann 5000 krónur úr rikissjóði á ári!“ Naprari og áhrifameiri
mynd af lieiðarlegum yfirborðspresti hefur e.t.v. aldrei verið dreg-
in upp í skáldskap. Skilningsleysið á öll dýpri sjónarmið og „takt“-
leysisóheppnin í því sambandi gera manninn að þeim skotspæni
blóðugs háðs i hendi höf., er jafnvel leikhúsgesturinn kveinkar
sér við að vera vottur að — svo mögnuð og óseðjanleg er grimmd
Kaj Munks í garð þess háttar flytjenda Orðsins. Og þó fer hann
aldrei yfir takmarkalínu hins fáránlega og hins trúlega.
2. þáttur gerist á heimili Péturs skraddara. Þar er samkoma, er
Borgen gamla og Andrés ber að garði. Pétri hnykkir nokkuð við,
er hann sér komumenn, en nær sér jafnskjótt og biður þá að setj-
ast og hafa sig afsakaðan, meðan verið sé að ljúka samkomunni.
„Vitnar“ þar þá roskin kona, Pétur biður bænar, sálmur er sung-
inn, samkomunni slitið og fundarmenn fara. Pétur býður komu-
mönnum kaffi, sem og Mikkel þiggur, er húsmóðirin hafði gefið
í skyn, að líklega stæðu þeir ekki svo lengi við, að það tæki því.
Heimasætan er látin halda sig í eldhúsinu og segir Mikkel syni
sinum þá að fara þangað og drekka þar sitt kaffi. Lætur pilturinn
ckki segja sér það tvisvar, en húsfreyja fer þá líka! Nú kemur að
því, að Mikkel þarf að fá í bollann aftur, og verðuir Pétur að marg-
kalla eftir því, en loks birtist ungfrúin með það — og var þá Mikkel
gamla skemmt: „Sér er nú hver liershöfðinginn, Pétur!“ segir
hann. Að öðru leyti var viðræða þeitrra aleflisátök, er fljótt bár-
ust inn á svið hins andlega og spurninguna um gildi starfs Borgens
122
JÖRÐ