Jörð - 01.06.1943, Síða 33
Niðurstaðan um rcttmæti boðskapar lvaj Munks i „Orðinu“ verð-
ur þá eitthvað á þessa leið: Kaj Munk horfir beint á guðspjöllin
og segir oss að gera hið sama og taka þau trúanleg i barnslegri
einfeldni og einlægni, en hirða ekki um vafninga og ályktanir guð-
fræðjnga eða annarra lærðra manna fram yfir það, sem hjartað,
höndlað af Kristi, getur fallizt á. Guðspjöllin segja þér að trúa á
kraftaverk og jafnvel gera þau sjálfur, og það skallu gera. En þú
ert barn og þolir ekki megna fæðu og þó verður þú að sækja á og
leggja á hættu, ef þú vilt ekki hljóta hlutskipti með huglausa og
lata þjóninum, er gróf pundið í jörð. Og samt átlu að „reyna að
vera skynsamur og halda þig við þann mæli trúar, sem Guð hef-
ur úthlutað þér.“ Hvernig á að samríma þetta? Það verður aldrei
gert með skynseminni einni. Það er hjartað, hið barnslega hjarta,
sem eitt er fært um að vísa þér þann þrönga veg. Þess vegna er
það lykillinn að skilningnum á fagnaðarerindi Jesú Krists: að gera
sér Ijóst, að hann benti á barnið sem lykilinn að því að tileinka
sér það og föðurnáð Guðs — tileinka sér hinn heilaga anda.
Kaj Munk hefur horfzt drengilega í augu við staðreyndir fagn-
að'arerindisins, — en hefur þó ekki náð þeim þroska, er hann skrif-
aði „Orðið“, að sjá í gegnum bókstafinn inn til andans. Þess vegna
verður niðuirstaða hans eins og lokaður hraungrýlisveggur, þegar
vel er gáð, í stað þess að hann ímyndaði sér, að hann hefði fundið
Sesam. Það má þvi ekki taka niðurstöðu hans bókstaflega, — en
leikritið vekur hugsanir manna, er hafa þann metnað að vilja skilja
•— það vekur hugsanir um eilífðarmál. Og þegar framsetningin
auk þess sindrar af andiríki, þarf ekki mörgum hlöðum að fletta
um gildi leikritsins.
Sem menningarsögulegur spegill dansks þjóðlífs er það einnig
mikils virði — ekki sízt fyrir þá stórfelldu mynd, sein þar er
dregin upp af metnaði hetri hluta danskrar sveitaalþýðu. Mikkel
Boirgen sýnir, hve metnaður alþýðlegrar menningar getur risið
hátt, og sýnir vafalaust, hversu hátt sá metnaður hefur raunveru-
lcga risið með beztu drengjum danskrar bændastéttar. Sliku og
þvilíku er liverjum hugsandi manni hollt að kynnast, þó að jóta
verði hinsvegar, að fyllstu not að leik þessum hafa ekki aðrir en
þeir, sem þekkja fyrir eitthvað til viðureignar straumanria i and-
lcgu lífi Dana. Aðalatriði leiksins eru þó óháð þvi skilyrði og
snertir þetta því ekki réttmæti þess að sýna leik þenna utan Dan-
merkur — t. d. á íslandi.
TS ETTA frumlega, stórhrotna og ofurhugaða leikrit tókst Leik-
félag Reykjavikur á hendur að klæða holdi og blóði, og verð-
ur varla annað sagt, en að mikið hafi verið í fang færzt, einkum
bó vegna liins einstæða tvifara Jesú Krists — ef svo mætti að
Jonn
127