Jörð - 01.06.1943, Side 38
SAGA SMÁBÝLIS 1920—1940 eftir Hákon Finnsson í Borgum.
Formáli eftir Ragnar Ásgeirsson; útg.: Búnaðarfélag íslands; stærð:
138 bls.; fáeinar myndir; prentsm.: Prentverk Odds Björnssonar.
T>ÓK ÞESSI er mjög frumleg, og skýrir hún frá frumlegu við-
horfi til þeirra verkefna, sem íslenzk kotjörð býr ábúanda
kinum. Ég segi „frumlegt viðhorf“, — þegar nánar er aðgætt, sést,
áð það er bara hið gamla þjóðlega viðhorf, sem ríkti hér í landinu
á dögum afa vorra og amma. En það er einmitt afbrigðafróðlegt
að sjá, hvernig hinar „fornu dyggðir“ „taka sig út“ innan um nú-
tímahugsunarhátlinn. Að einu leyti verður þó að játa, að höf. er
á undan gömlu kynslóðunum — og nútímakynslóðinni raunar lika:
hann er svo skyggn á óreynda möguleika og kann svo vel að vinna
'eftir bók og bókfæra sína vinnu. Þar með verður bókin ekki að-
eins fróðleg til samanburðar, heldur jafnframt ögrandi áskorun til
áveitaæsku vorra daga um að kannast við köllun sína og endur-
skápa íslenzka alþýðumenning með lífrænni sameiningu fornra
dyggða og nýrrar tækni, sem læra má af erlendum þjóðum.
ÐRAR bækur sendar JÖRÐ:
Frú yztu nesjum. Vestfirzkir sagnaþættir I. Skráð liefur og
safnað Gils Guðmundsson. Útg.: ísafoldarprentsmiðja li.f. — Höf.
getur þess í formála, að fleiri slikra þátta sé að vænta frá sinni
hendi, verði þessum vel tekið. Þarf varla að efa, að svo verði.
Úrvalskvæði Bólu-Hjálmars. Gefið út á vegum Bókaútgáfu Menn-
íngarsjóðs og Þjóðvinafélagsins af Jónasi Jónssyni, er og hefur
iritað langan formála um æfi og skáldskap B.-Hj.; prentsm.: Ríkis-
prentsmiðjan Gutenberg; stærð: 112 bls. — Um gildi kvæðanna og
stakanna í kveri þessu þarf ekki að ræða i svo stuttri umsögn
sem þessari. J. J. hefur leyst sinn hluta af hendi með mikilli
þrýði og er hið stórbrotna „öreiga“-skáld sýnu aðgengilegra ís-
lenzkri alþýðu eftir þessa útgáfu.
‘ Anna Karenina II eftir Leo Tolstoy. Skáldsaga, þýdd af Magnúsi
Ásgeirssyni. Stærð: 224 bls.; útg. B. M. o. Þ.; prentsm.: R. G. — Si-
gilt skáldrit. Þýðingin sem vænta mátti.
Dýrasögur eftir Bergstein Kristjánsson. Stærð 59 bls.; útg. og
prentsm.: ísafoldarprentsmiðja h.f. — Hollur lestur handa börnum.
Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson. Ævintýri með
litmyndum handa smábörnum; útg.: Bókabúð Kron. — Fögur kveðja
frá listamanni til yngstu lesendanna.
Ævintýri bókstafanna eftir Astrid Vik Skaftfells. Þýð. Marteinn
M. Skaftfells. Stærð: 92 bls. i stóru átta blaða broti; prentsm.: Hól-
ar h.f. — Ævintýri með fjölda mynda til að vinna hjarta yngstu
lesenda fyrir bókstafi og lestur. Útg. hefur árum saman sýnt mik-
132 JÖRÐ