Jörð - 01.06.1943, Blaðsíða 41
málaralist var í meðvitund fjölda íslendinga svo að segja eitt og
hið sama. Og þessir sömu íslendingar felldu óðar hug til málara-
listarinnar eftir viðkynninguna við vatnslitamyndir Ásgríms. Þær
eru alveg sérstakar, þessar æskumyndir Ásgrims, að skærum þokka
og tiginni fegurð. Þeir, sem hafa kynnzt þeim ungir, hljóta alltaf
að þrá þær. Jón Engilberts er á smávegg andspænis Ásgrimi með
tízkumyndir, sem vér munum þó alls ekki leyfa oss að spá skamm-
lífi. Þær eru með sterkum, skærum litum, án blæbrigða á stórum
flötum, og teikningin að vísu gerð eftir náttúrunni, en þó mjög
lagfærðf?) eftir öðrum sjónarmiðum. „Altaristafla" Guðmundar
heit. Thorsteinsson er í vorum augum frábær að nærfærinni og
sviptiginni fegurð — einnig þar, sem hún lýsir Ijótleika — frá
sjónarmiði tigins og frjálsborins anda. Finnur Jónsson málar mynd-
h’, sem æpa á atliygli. „Máfar“ hans eru sýndir á áhrifamikinn
hátt. Jóhann Briem mólar með stórum blæhrigðalausum flötum, eins
og Jón Engilberts, en notar móleita og þess konar liti. Það má
vel vera, að litauppsetningar þeirra félaga verki þægilega, þegar
til lengdar lætur, og sýnist þá með góðu lífi. Um það skal ekki
dæmt hér.
Rúm heftisins leyfir eftir ástæðum ekki lengra mál um sýning-
una. Ónefndir hér eru sjö málarar og fjórir myndhöggvarar og
má ekki líta á þögn vora um þá sem neina „einkunn“ af JARÐAR
hálfu, og sízt að oss detti í hug að slengja þeim á neinn hátt i
„sameiginlegt númer“. Að öðru leyti vísum vér i þetta sinn til
eftirfarandi mynda.
Guðmundur Einarsson frá Miðdal:
Höskuldur Björnsson
málari fuglanna, hólmanna og hinna lygnu voga.
AUSTUR í Höfn í Hornafirði vinnur Höskuldur Björnsson starfs-
félagi minn í kyrrþey. Einstöku sinnum sendir hann myndir
sínar til höfuðstaðarins og sýnir þær — venjulega án þess
að sýna sig um leið eða láta á því bera, að sýningar þessar eru
ávöxtur mikillar þrautseigju og elju — vönduð verk, unnin við
erfiðar ástæður.
Frá upphafi hef ég fylgzt nokkuð vandlega með þroskabraut
þessa hlédræga manns, — hvað hann hefur orðið að leggja á sig
við nám og starf. Mér var ljóst, að Höskuldur var gæddur óvenju-
legum hæfileikum til að skilja náttúruna — á sinn hátt, likt og
Jörð 135