Jörð - 01.06.1943, Qupperneq 48
komulagið átti til. Og fyrirkomulag, sem þetta og Jjvílikt ú í fór-
um sínum, án þess að til verulegra undantekninga geti talizt, þarf
endurbóta við.
CERES“ er að leggjast að „Islands Plads“, uppfyll-
ingunni, sem íslandsförin voru vön að liggja við
í Kaupmannahöfn. Stúdentarnir standa í hnapp
á afturþiljum. Þar var „2. pláss“ á „Ceres“. Allir mæna
þeir á liópinn, sem bíður á hafnarbakkanum, til að taka
á móti ferðamönnunum frá Fróni. Allir vonast þeir eftir
því að eiga vini eða a.m.k. kunningja þar í hópnum;
ýmsir vonast m.a.s. eftir því, að þeir séu þar komnir sin
vegna (einn eða tveir, að „hún“ sé komin þar sín vegna!).
En nýbökuðu stúdentarnir, „rússarnir“, líta víðar í kring-
um sig. „Rússanum“ verður starsýnt á hina mörgu turna
fjær og nær, hin skipin, hafnarverkamennina, sem síga
í rólegheitum áfram með kassabákn og önnur þvngsla-
stykki á nokkurskonar hjólbörum og bylta til, með mark-
vissum kunnáttutökum, hlutum, sem honum finnst eng-
inn venjulegur íslendingur mundi fær um að fást við.
Honum hafði verið sagt, að í Kaupmannahöfn væru ís-
lendingar vfirleitt álitnir heljarmenni. Hann áttar sig
ekki á þessu og finnur enn meir til þess, að hanii er kom-
inn til útlanda. Ilann liafði svo sem einnig fundið ljóst
til þess, er hann sigldi með hinni fögru ásaströnd Skot-
lands, alsettri mislitum akur- og engjareitum, býlum, er
honum fundust meira en myndarleg, herrasetrum, kirkj-
um. Og hann hafði horft heillaður í land, jafnvel stund-
um saman. Þegar „Ceres“ nálgaðist höfnina í Leith á
miðju kvöldi, hafði það þó gripið hann allrafastast, að
nú væri hann kominn til útlanda, — kominn til liins
stóra heims hinna stóru ævintýra. Ljósadýrð slíka sem
þá, er hér leiflraði á móti honum, hafði hann aldrei
ímyndað sér i draumum sínum um ævintýralandið, er
beið hans.
Siglingin inn Eyrarsund er forkunnar-fögur, en „rúss-
anum“ var hún engin verulegur viðburður, því að draum-
ar lians voru bundnir við stórborgina og framtíðina. Það
142 JÖRÐ