Jörð - 01.06.1943, Side 50
var að vísu gaman að sjá Kronborg við Helsingjaeyri
nyrzt í sundina, þar sem það er mjóst og ekki nema gott
örskot yfir til Sviþjóðar. Krónborg þekkti liann af tígul-
ásnum í þeim spilum, sem algengust voru á íslandi i þá
daga. (Þá voru bin „ramíslenzku“ spil ekki aðeins óupp-
fundin, heldur bæði óhugsanleg og óútgengileg, þó að til
liefðu verið: Amenningur ekki orðinn svo þroskaður, að
hann skildi, að klessa er ekki aðeins listræn, heldur auk
þess beinlínis „ramíslenzk“ — ný sönnun fyrir listfengi
þjóðarinnar!). — Þá var gaman að horfa til baðhótel-
anna, en þó að margt manna sæist í kringum þau og
jafnvel í sjónum, þá var farið það langt undan landi,
að ekki sá „aðgreining höfðingjanna“. — Eyrarsunds-
strönd Sjálands er fögur — ekki hvað sízt, er Strandveg-
urinn tekur við, en hann er nokkurra kílómetra löng álma
norður úr Kaupmannahöfn, með stórhýsum auðmanna og
lystigörðum umhverfis þau.
Ekkert af þessu gagntekur „rússann“, þó að hann auð-
vitað sjái — nærri því að segja út undan sér — að það
er fagurt. Óeirð hefur gagntekið hann. Hann er í þann veg-
inn að handsama hýalínsdraum skólaáranna — þann, er
honum fannst æ skýjaborgakenndara með hverjum liðandi
mánuði eftir stúdentsprófið, unz svo var komið, að sið-
asta mánuðinn, áður en hann fór, varð hann að beita sig
liörðu, til að gefa sig ekki á vald ásækinna liugsana um,
að til Kaupmannahafnar kæmist hann aldrei — eitthvað
mundi koma fyrir, er sæi fyrir því.
Og nú eru sköpin og skipið þó í þann veginn að skila
honum að „Islands Plads“. Og liann horfir á liina mörgu
turna borgarinnar og finnur til þess, að þessi borg ber
örlög hans í skauli sér. Og lionum verður litið á hópinn,
sem bíður á hafnarbakkanum. Hann hvessir augun, því
einhverjir eru farnir að veifa og nú má greina andlit.
Þarna! — sér hann Þórodd. Þetta hafði liann verið að
vona. Sá náungi hafði skrifað honum mörg bréf með
fjörugum lýsingum á reynslu sinni og athugunum. Hann
bjó á Garði. Og „rússinn" ætlaði einnig að búa á Garði.
144
JORÐ