Jörð - 01.06.1943, Síða 51
1 ) ÚSSINN“ er köminn á Garðinn. Hverju er Garður
9»*' líkur?! Engu, sem „rússinn“ liefur áður kynnzt.
Þetta eru fjögur liús, byggð úr rauðum tígulsteini, i fer-
hyrning utan um steinlagt svæði, með stóru linditré í
miðju og fjögur minni linditré sitt i hverju horni. Hús-
in eru misgömul, en elcki mjög frábrugðin hvert öðru i
útliti; Iiið nýjasta þeirra er fjórar hæðir; hin eru þrjár.
Sumstaðar eru veggirnir, sem að garðinum snúa, þaktir
vínviðarvafningi. 1 kringum stóra linditréð eru þægilegir
bekkir og enda víðar í garðinum; á sumrin eru þar líka
borð til að drekka kaffi við. — Garður lieitir Regensen
á Dönsku og er það orð myndað af stofni latneska orðs-
ins rex (eignarfall regis), sem merkir konungur; en hinn
mikli hyggingafrömuður, Kristján 4., mun liafa reist elztu
núverandi hyggingu Garðs.
Garður liggur við götu þá, er Landar (þ.e. Islendingar
i Kaupmannahöfn) nefna Kaupmangarann.* Sú gata er
i borginni miðri, ein af elztu götunum og e.t.v. önnur
mesta verzlunargatan. Mest er „Strikið“,** er liggur þvert
ú „Kaupmangarann“ — og væri réttar nefnd Hlykkja-
strikið, enda gömul gata og frenmr þröng, eins og „Kaup-
mangarinn“, en liann er álíka hlykkjóttur og „Strikið“.
Beint á móti Garði, við „Kaupmangarann“, stendur
Sívala-turn, sem margir Islendingar hafa heyrt nefndan
auk þeirra, er sjálfir hafa séð hann eða reynt. Hann er
einnig byggður af Kristjáni 4., um 120 fet á hæð og gild-
vaxinn vel,*** enda er gata upp eftir honurn að innan
* Danir nefna þá götu Köbmagergade, en upprunalega mun hún
hafa heitið Köbmangergade.
** Raunar telst „Strikið“ röð af fleiri götum og heitir engin
þeirra út af fyrir sig þvi nafni.
*** Einhverju sinni komu tveir íslenzkir stúdentar, er seinna
urðu velmetnir embættismenn, að honum í fylgd danskra stúdenta
og hóf þá annar máls og sagði: „Skal vi ikke slaa den omkuld?"
(Eigum við ekki að slá hann um koll?). En hinn varð fyrir svör-
um og anzaði: „Skal vi ikke lade den staa?“ (Eigum við ekki að
lofa honum að standa?)!
Jörö 145