Jörð - 01.06.1943, Page 52
verðu hér um bil öllum, sem aka mætti bíl eftir, Segir
sagan, að Pétur mikli Rússakeisari liafi einliverju sinni
ekið þar upp í hestvagni; Allra efst er þröngur stein-
stigi, og eru allmikil viðbrigði að koma úr lionuni upp
á hið flata þak. Eru þar grindur í kring og auðvilað bið
ágætasta útsýni yfir borgina. Einu sinni stóð þar islenzk-
ur stúdent og kallaði nafn annars íslenzks stúdents, er
liann sá skunda yfir garðinn i Garðinum. Sá, er kall-
aður var, snerist í sífellu og reyndi að átta sig á, hvaðan
kallið kæmi. Seinna bar kallarinn það á hinn kallaða,
að bann hefði hlotið köllun af hæðum! Ekki er vitað,
hvern skilning hinn kallaði lagði í þá skýringu. — Bak
við Sívala-turn er Trínitatis-kirkja. Þangað komu víst
ekki margir íslenzkir Ciarðstúdentar, þó að stuttur væri
kirkjuvegurinn. Aftur á móti áttu þeir það til að fara
í Frúarkirkjuna, sem er svo að segja fyrir endanum á
annari af smágötum þeim, er liggja sitl hvoru megin við
Garð frá „Kaupmangaranum“, Kirkjan stendur við Frúar-
torg, andspænis háskólanum, og er nú dómkirkja í liinu
nýlega Kaupmannahafnar-biskupsdæmi. Þar eru liin kunnu
postulalíkneski Thorvaldsens með veggjum, en Krists-
myndin í altaristöflustað, og skirnarfontur eftir liann á
mótum kórs og framkirkju.
Það er 3—4 minútna gangur eftir þessari götu (Store-
Kannikeslræde) að háskóla og kirkju, og frá lienni eru
útidyr Garðs -— raunar port mikið, en sitt hvoru megin
úr því eru dyr, aðrar að „púrtnara“,bústaðnum, — en
„púrtnari“ var dyravörður Garðs nefndur á máli íslenzkra
Garðstúdenta. Dyravörðurinn væri þó réttar nefndur hús-
vörður; var hann kvæntur og önnuðust þau hj'ón kaffi-
veitingar lil stúdentanna, höfðu umsjón með eldsneyti,
uppkveikingu og ræstingu, smáviðgerðir á húsi o.s.frv.
En raunar voru það nokkrir þjónar (,,kallar“), sem önn-
uðust þetta, — nema hvað „púrtnarinn“ færði mönn-
um ávallt sjálfur kaffið. Kaffið var súrt rótarkaffi, en
þegar búið var að eyða súrbragðinu með ríflegum sykri,
var það engan veginn afleitt, — því að síður sem kök-
146 j8r»