Jörð - 01.06.1943, Side 56

Jörð - 01.06.1943, Side 56
ist liann kaupsýslumaður, en dó án þess að ná nokkr- um teljandi árangri. Annar, er hafði tekið ágætt stúdentspróf, stundaði nám- ið af stakri reglusemi. Svo var reglusemi hans mögnuð, að hann umgekkst varla neinn og gekk eiginlega aldrei út; aftur á móti var talið, að hann gengi vissa tölu skrefa fram og aftur um herhergi sitt vissa tölu sinnum vissa tíma dagsins. Einstöku sinnum kom það fyrir, að hann sótti einhvern Garðbúann til að spila við sig Kasínu Hann varð þreyttur á þessu og tók ekki próf, en fór heim og gerðist velmetinn starfsmaður hins opinbera og kvæntist stúlku af velmetinni ætt. Þriðji stundaði ekki, svo að vitað væri, annað en tafl og kærustuna. Jú — liann lærði raunar iðn nokkura, er kom honum að einliverju haldi síðar, heima á íslandi. Dó miðaldra, eftir að hafa kvænzt annari en kærustunni. Fjórði, er talinn liafði verið fráhær námsmaður og reglumaður í Latínuskólanum, sat allan daginn inni í her- bergi sínu, með námsgögn fyrir framan sig, en sanni mun næst, að hann liafi lítið notað þau nema til að stara á, ef einhver heimsótti hann. Raunar veit enginn, hvað hann hafðist að, er hann var einn, sem oftast var, — nema hvað víst þótti, að hann stundaði ekki námið, e. t. v. að undanteknum fyrsta vetrinum. Hann gaf sig að engum að fvrra hragði, en tók gestum vinsamlega og gat verið meinfyndinn. Tæringin lagði þenna dularfulla gáfumann í gröfina. Fimmti safnaði um sig hirð innan Garðs og utan. Eink- um ásótti kvenfólkið liann aðra Garðbúa fremur. Var það bæði íslenzkt og danskt, þó að ekki liafi nema liinar ís- lenzku verið stöðugar Garðplágur. En svo nefndust þær stúlkur, er lögðu það í Vana sinn að heimsækja Garð- stúdenta. Og sannaðist þar sem oftar, að heimurinn laun- ar með, vanþakklæti! Þó er rétt að geta þess, að aldrei var uppnefni þetta notað öðru visi en sem nokkurs lcon- ar gælunafn. Til dæmis um nafngiftir Garðstúdenta má í þessu sambandi nefna það, að tvær af Garðplágunum, 150 JÖRÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.