Jörð - 01.06.1943, Side 56
ist liann kaupsýslumaður, en dó án þess að ná nokkr-
um teljandi árangri.
Annar, er hafði tekið ágætt stúdentspróf, stundaði nám-
ið af stakri reglusemi. Svo var reglusemi hans mögnuð,
að hann umgekkst varla neinn og gekk eiginlega aldrei
út; aftur á móti var talið, að hann gengi vissa tölu skrefa
fram og aftur um herhergi sitt vissa tölu sinnum vissa
tíma dagsins. Einstöku sinnum kom það fyrir, að hann
sótti einhvern Garðbúann til að spila við sig Kasínu Hann
varð þreyttur á þessu og tók ekki próf, en fór heim og
gerðist velmetinn starfsmaður hins opinbera og kvæntist
stúlku af velmetinni ætt.
Þriðji stundaði ekki, svo að vitað væri, annað en tafl
og kærustuna. Jú — liann lærði raunar iðn nokkura, er
kom honum að einliverju haldi síðar, heima á íslandi. Dó
miðaldra, eftir að hafa kvænzt annari en kærustunni.
Fjórði, er talinn liafði verið fráhær námsmaður og
reglumaður í Latínuskólanum, sat allan daginn inni í her-
bergi sínu, með námsgögn fyrir framan sig, en sanni mun
næst, að hann liafi lítið notað þau nema til að stara á,
ef einhver heimsótti hann. Raunar veit enginn, hvað hann
hafðist að, er hann var einn, sem oftast var, — nema
hvað víst þótti, að hann stundaði ekki námið, e. t. v. að
undanteknum fyrsta vetrinum. Hann gaf sig að engum
að fvrra hragði, en tók gestum vinsamlega og gat verið
meinfyndinn. Tæringin lagði þenna dularfulla gáfumann
í gröfina.
Fimmti safnaði um sig hirð innan Garðs og utan. Eink-
um ásótti kvenfólkið liann aðra Garðbúa fremur. Var það
bæði íslenzkt og danskt, þó að ekki liafi nema liinar ís-
lenzku verið stöðugar Garðplágur. En svo nefndust þær
stúlkur, er lögðu það í Vana sinn að heimsækja Garð-
stúdenta. Og sannaðist þar sem oftar, að heimurinn laun-
ar með, vanþakklæti! Þó er rétt að geta þess, að aldrei
var uppnefni þetta notað öðru visi en sem nokkurs lcon-
ar gælunafn. Til dæmis um nafngiftir Garðstúdenta má
í þessu sambandi nefna það, að tvær af Garðplágunum,
150 JÖRÐ