Jörð - 01.06.1943, Side 58
brauð, danskt smér og egg. Þetta var síður en svo fá-
tsekra fæði, — en þeir þurftu nú lítið fram yfir munn-
vatnið og guðsblessun í hinni einstöku veðurblíðu. Um
veturinn sátu þeir marga ljúfa stund saman á Café de la
Reine* (sbr. síðar) — stóru kaffihúsi út við vötnin, sem
Jón Sigurðsson átti, á sinni tíð, lieima við. En þeir áttu
iíka marga hrellingarstundina — sinn í hvoru lagi. Sjötti
hvarf eftir vorið heim til háskólanáms og gerðist velmet-
inn emhættismaður, ágætur og gestrisinn heimilisfaðir.
Sjöundi, félagi hans, gutlaði við nám á Garði tíma sinn
á enda, en slæptist meir. Gestir ásóttu hann svipað og
Fimmta og þó jafnar og því verr með tilliíi til tímameð-
ferðar (auk þess sem hann aðstoðaði iðuglega Finimta
við móttöku lians gesta). Sjöundi liafði ekki á sínu her-
bergi þessa blönduðu kóra, sem auðkenndu veizlur Fimmta,
heldur stórfelld drykkjusamsæti karlmanna innan Garðs
og utan — aðallega stúdenta auðvitað; auk þess sem hann
tók tappann úr margri góðri flösku með einum, tveimur
eða þremur. Samt var Sjöundi ekki tiltakanlegur drykkju-
maður, en hann eyddi meiri liluta peninga sinna i vín, því
hann var veitull og vandlátur á áfengi. Til marks um
lestrarfriðinn á herbergi Sjöunda er þetta: Einu sinni sem
oftar höfðu nokkrir kunningjar safnazt til lians, en hann
langaði til að hafa næði; kunni þó ekki við að reka menn
út. Hann veitti þvi eftirtekt, að hinum óvelkomnu gest-
um leið liálfilla af hita, og tók liann nú að kynda sem
mest liann mátti. Gestirnir veltust dæsandi um í sætuin
si-num, þurrkuðu svitann framan úr sér og bölvuðu hroða-
tega, en ekki varð þeim að fara. Loks var þó einum of-
boðið svo með hitanum, að hann hélzt ekki lengur við
ög fór. Það var Sjöundi sjálfur. — Sjöundi gaf sig mjög
að félagsmálum íslenzkra Hafnarstúdenta og stóð í stór-
ræðum. Embættispróf tók liann seint og síðarmeir og varð
fátækur embættis- og fjölskyldumaður heima á íslandi.
Áttundi slundaði nám með dugnaði, bæði við háskól-
* frb. kafi dö la ren.
152
JÖRD