Jörð - 01.06.1943, Side 59
ann'og aukanám á eigin spýlur, og varð doktor. Allt aí
hafði liann peninga aflögu til að lána vinum sínum og
liafði þó ekki af öðru að miðla en Garðstyrkiniim. Vin-
iruir voru raunar ekki margir, en allir unnu honum þess
sannmælis, að sjaldan léti hann dag líða án þess að lesa
mikið.
Níundi kom til Hafnar með miklu áliti á sér fyrir náms-
hæfileika,' dugnað, reglusemi og og' fyrirmennsku. Það álit
höfðu aðrir á honum og sjálfur liafði liann haft það manna
mest, en mun hafa verið tekinn að hila í lífsreglum sín-
um um þær mundir, sem liann varð stúdent. Á GarðinUrh
sherti hann varla við námsbók, en drakk mikið og vai;
svo að segja á stöðugu kvennafari. Auk þess las hanh
töluvert af skáldskap og orkli mikið. í félagsmálum ís-
lenzkra stúdenta tók hann mikinn þátt sem bandamaður
Sjöunda. Heiláa hans og sjálfstraust fóru þverrandi é
Garðinum, en þó tók hann próf seint og síðarmeir, en
missti heilsuna að fullu og öllu fáum árum síðar og dó.
Tíundi gerðist fullkominn „róni“ í háttum sínum, missti
heilsuna og dó. ;i
Ellefti stundaði ekki háskólann, en las fagurfræði og
skáldskap og náði töluverðum árangri á því sviði. Auk
þess komst liann í sæmilega launaða kontórstöðu, kvænt-
ist og hefur yfirleitt farnazt vel. í framkomu var liann
snyrtimenni. Flestir voru íslenzkir Garðstúdentar lijálpr
samir í hezta lagi, en hjálpsemi Ellefta má marka af því,
nð heilan vetur tók hann daglega fulla stóra ferðatösku
nf brenni þvi, er honum var ætlað til að kynda ofn sinní
°g har það kílómeter vegar til fátækrar fjölskyldu, sem
honum var vel við.
Tólfti kom drykkjumaður og skákl úr Menntaskólan-
hm og orkli töluvert fyrstu missirin, sem hann var í
Höfn. Nám stundaði hann ekkert fyrstu tvö árin, en fór
svo í Verzlunarliáskólann, lauk þar prófi og kom sér upp
góðri atvinnu. Hann kvæntist snemma danskri konu, er
hjálpaði honum til að standa við háttaskipti sín. Dó á
•niðaldri. — Eftir fyrsta missirið liafði Tólfti drukkið
Jörð . 153