Jörð - 01.06.1943, Síða 63
vist sex fór meira og minna i hundanna, en sex höfðu við-
unanlega útkomu eftir atvikum. Svona er það fyrir manna
sjónum — lengra þýðir ekki að reyna að rekja, en
minna má á, að vegir lífsins geta verið dularfullir. Og
stundum eru fegurstu gróðurblettir i ófrjóum hraunkarga!
HERBERGI Garðstúdentsins er af góðri meðalstærð og
fylgdu því nokkrir húsmunir: stór hókaskápur, stór
klæðaskápur, stórt borð, nátthorð. Auk þess var í herberg-
inu ofn, sem kyntur var með brenni (beykikubbum) og
stór járnkassi undir brennið. Þá var þar og postulínsvask-
ur allstór og vatnskrani yfir. Fyrir hinn stóra glugga mátti
láta hlera, er voru á lijörum innan á. Rafmagn var ekki
leitt inn til stúdentanna fyrr en á síðustu árum íslend-
inga á Garði. — Við þau liúsgögn, sem fylgdu hverju her-
bergi, bætti svo hver stúdent því, er efni og ástæður leyfðu,
°g urðu þau náttúrlega misjafnlega smekkleg, þrifaleg og
vistleg. Yfirleitt báru herbergi dönsku stúdentanna af her-
hergjum islendinganna í öllum greinum. Herbergin voru
að sjálfsögðu við ganga og gangarnir voru taldir níu alls,
en sami „gangur“ gat verið á fleiri en einni hæð. Á hverri
ganghæð var eldhús fyrir stúdentana með gasi o. s. frv.
Þarna elduðu landarnir sér liafragraut, suðu sér egg og
bæjerskar pylsur, suðu (helzt á nóttum — til að angra
ekki hin fínu dönsku skilningarvit!) saltket og hangiket
°g rúllupylsur að heiman, liituðu sér kaffi, smurðu brauð
s. frv. Þeir dönsku lögðu sumir hverjir fram miklu meiri
kunnáttu og vinnu í eldamennskuna. Þjónar þvoðu upp
ilát og hnifapör — og stálu silfurskeiðum og þvílíku, ef ein-
hverjum „rússanum" varð það á að hafa það á glámbekk.
Þeir kveiktu eld i ofnum stúdentanna snemma á morgn-
ana og vitjuðu hans einu sinni. Þá vöktu þeir stúdenta þá,
er þess óskuðu. „Gangakonur“ önnuðust ræstingu herbergja
°g ganga og var það tekið fram í reglunum, að þær mættu
hvorki vera ungar né fríðar. Slík ákvæði mundu líklega
þykja liálfskopleg i nýrri reglugerð nú á dögum, en í
gamla daga voru menn einarðir að segja meiningu sina.
JÖRÐ 157