Jörð - 01.06.1943, Qupperneq 64
Um það ber vitni t. d. eftirfarandi grein úr reglugerð ann-
ars gamals stúdentabústaðar í Kaupmannahöfn, er svo
liljóðar: „Lögfræðingum og öðrum bófum er óheimil að-
ganga“.
Gegnt Garðinum, á horninu á Kaupmangaranum og þver-
götu þeirri, er Garðportið liggur út í (Store Kannike-
stræde), var bókabúð mikil, sem hér um bil allir Garðbúar
skiptu við. Ekki báru samt búðarmenn þar mikið skyn á
íslenzk nöfn, svo sem sjá má af smáatviki, er nú skal
herma: „Rússi“, sem var Oddsson, lét skrifa þar nafn sitt
í fyrsta sinn. Hann liafði nefnt nafnið og var nú að stafa
það. Stúdentinn stafaði: O, dd, ss; afganginn hélt liann,
að búðarmaðurinn gæti sagt sér sjálfur vegna kunnugleika
á íslenzkum nöfnum. „Ekki annað?!“ spyr búðarmaðurinn
hissa og lítur upp, Stúdentinn leit á blaðið og nú var það
hann, sem varð hissa. Á blaðinu stóð Aaddss— „ekki ann-
að“! — Beint á móti Garðportinu var matvöru- og vín-
fangaverzlun Pallesens þess, er fyrr var aðeins nefndur.
Þar keyptu Garðstúdentar m. a. heitan ketrétt (fiskrétt)
um liádegið og stundum fóru þeir í íbúð Pallesens eftir
lokun og fengu hann til að skreppa niður í búð eftir einni
flösku (eða liver veit hvað mörgum?!). — I kjallarabúð
í þvergötunni hinum megin (Krystalstræde), gegnt Garð-
inum, var „Beta“: fögur og liðleg, en hæglátleg stúlka með
slór og dökk, dreymandi augu, er mændu oft yfir til stúd-
entanna. Það var sagt, að hún væri „ólukkulega“ trúlofuð.
Hún var dóttir búðareigandans og átti heima á 2. hæð í
sama liúsi. Einu sinni stóð hún út við glugga með hund
í fanginu og var að kyssa liann, en leit þess á milli yfir
um til Garðsins. Það var eins og hún vildi segja: „Þetta
verð ég að láta mér lynda, þó að þið, „þessir spekingar“,
séuð í talfæri við mig.“
1 „Kaupmangara“ábnu Garðsins var bókasafn á neðri
hæð; á efri liæð var lestrarsalur, þar sem dagblöðin lágu
frammi; þar voru og haldnar almennar samkomur Garð-
búa, af ýmsu tagi. Inn af lestrarsalnum, í annari álmu, var
„músík“-stofan. Þar var flygill og nótnaskápur, og skáp-
158 JÖRÐ