Jörð - 01.06.1943, Blaðsíða 67
en aðallega var drukkin „bolla“, þ. e. „púns“, úr stórri
skál, blandað úr nokkrum víntegundum og sítrónuvatni.
Sumir drukku þó aSeins óáfenga drykki, og mun „Mímir“
liafa veriS eina félagiS, er þoldi slíkt innan sinna vé-
banda. MeSal 'bindindismannanna var aSalleiStogi félags-
ins, sem liér verSur nefndur Hansen, bráSgáfaSur og harS-
skeyttur en þó alúSlegur, jóti. Annar af þeim þremur
Mímis-dönum, sem hér verSa nefndir, heitir á voru máli
Jensen, bráðfjörugur náungi, fyndinn og mælskur með
afbrigðum og allra GarSbúa uppáhald; engi var hann skart-
maður. Hinn þriðja nefnum vér Olsen. Var hann liinn
elskidegasti unglingur, fjónbúi, og í sérlegu vinfengi við
islendinga, án þess þó raunar að vera náinn félagi nokk-
urs þeirra nema Fimmta, er m. a. fór til Svendborgar
með honum í jólafríi. Það yrði dauft fjTÍr ókunnugan les-
anda að hevra fleiri nöfn, enda þótt ónefndir séu enn
ýmsir sérstæðir og aðlaðandi persónuleikar úr hópi hinna
dönsku Mímis-manna. — Salurinn, sem „rússa“-gildið var
haldið i, var mjög skreyttur lituðum skopmyndum, snert-
andi GarðlífiS, og var sameiginlegur heiðursforseti þeirra
allra hinn liáttlofaði, burtsofnaði kóngur, Kristján 4., með
glas í liendi en að öðru leyti í margvíslegum stellingum.
— Garðbúar hafa söngbók fyrir sig — þ. e. a. s. gefin hef-
ur verið út bók með söngljóðum stúdenta fyrri og seinni
tíma, er orlct hafa verið á Garðinum, og eru það mest
bráðfyndnar og reifar drykkjuvísur, en stundum blandn-
ar trega og þó á öllu karlmannlega lialdið. Hostrup, höf-
Undur leikritanna „Æfintýri á gönguför“ og „Andbýling-
arnir“, er „Valdimar Briem“ þeirrar „sálmabókar“. Sung-
ið er óspart úr bók þessari á gleðifundum Garðbúa, og
er dönskum stúdentum prýðilega um það sýnt að skemmta
sér við skál.
Vorið eftir „rússa“-gildi þetta fóru fram almennar kosn-
ingar um Garðembættin. Barðist „Mimir“ þar gegn „Pip“
°g „Gamla“ sameinuðum og hafði frægan sigur. Samein-
uðu félögin liöfðu farið með völd næsta kjörtímabil á
Undan. Nú kom „Mímir“ Hansen að sem „klukkara“ og
Jöm> 16i