Jörð - 01.06.1943, Qupperneq 68
Fimmta sem formanni blaðafélagsins og náði i einu orði
sagt öllum embættunum á sitt vald. Til þess að fagna
þessum úrslitum á hæfilegan liátt, hélt „Mímir“ sam-
sæti á Café de la Reine, sem fyrr liefur aðeins nefnt
verið. Þar var drukkið nokkuð fast (þó ekki svo, að á
göngulagi manna sæi) og fluttar slikar ræður sem ung-
um mönnum hæfir eftir þvílíkan sigur. En á leiðinni
heim, um lágnættið, gengu allir í halarófu með Jensen í
broddi fylkingar, en Hansen síðastan (hann var algáður
og foringi og gott, að liann liefði yfirlit yfir liðið!). Sungu
menn fyrst „Vita noslra brevis est“ („æfi vor er stutt“ —
grunntónninn í drykkjusöngvum stúdenta — sbr. t. d.
Gluntarne eftir sænska méistarann Wennerberg), en tóku
svo til að blístra lagið og gekk á því alla leið heim —
liálfan „Kaupmangarann“, á að gizka kílómeter vegar.
Jensen réð ferðinni og lét ganga kringum alla ljóslcera-
stólpa, sem á veginum urðu. Bar þá einu sinni að lög-
regluþjón, er horfði mjög gagnrýnandi augum á þetta
háttalag, en Jensen liefur víst verið augafullur, þó að
hann að öðru leyti væri ekki nema góðglaður, því að
hann sá vist ekki mun á stólpa réttvísinnar og hinum
stólpunum og lét líka ganga i kringum hann og varð öll-
um gott af, sem marka má af því, að svipur lögreglu-
þjónsins varð mun mannúðlegri á eftir.
Það er eftirtektarvert dæmi um eðli mannlegs sálar-
lífs, að Hansen fjarlægðist „Mímis“-menn og „Mímis“-
hugsunarhátt og -atferli á þvi missiri, sem hann gegndi
klukkarastöðunni, lagði meira lag sitt við fyrrverandi
andstæðinga en stuðningsmenn og gerðist nokkuð yfir-
lætislegur í viðmóti. En það sem auðkenndi „Mími“ var
hugsjónartrú, en hin félögin höfðu á sér harðvítugri blæ
heimshyggju og lítilsvirðingar í hugsjónalegum viðhorfum
— hið ytra a. m. k. Auk þess var „Mímir“ frjálslyndari.
Þess ber þó að gæta í þessu sambandi, að hér talar góð-
ur og gildur „Mímis“-maður!
„Mimir“ vann nú samt næstu kosningar og kom Olsen
að sem „klukkara“. Hann varð fyrir sviþuðum áhrifum
162 JÖRB