Jörð - 01.06.1943, Síða 70
menn þyrpast inn á hæla honum — en finnst samt fljót-
Iega eins og eitthvað tómt í kringum sig og taka að svip-
ast um — enda lieyra þeir þá hlátur allóviðfeldinn gjalla
við framan úr lestrarsal, en „Gamla“-leiðtoginn meðal
þeirra glottir allískyggilega framan í þá. Hann var þá
eini maðurinn úr „Gamla“, er greitt hafði atkvæði með
sínum eigin frambjóðanda og þó til þess eins að ginna
„Mímis“-menn eins og þursa í gildruna. „Mímir“ hafði
engan frekari viðbúnað haft annan en bandalagið við
„Gamla“ — og nú hafði „Gamli“ gert raunverulegt handa-
lag við „Pip“ og fórnað tilfinningum síns saldausasta
manns til þess að geta blekkt „Mími“ — því frambjóð-
andinn vissi ekki annað en að „allt væri i lagi“ með banda-
lagið við „Mími“. Sjálfsagt liefur hann grátið um nótt-
ina — ekki yfir þvi að verða af stöðunni, heldur hinu,
að vera af félögum sínum metinn sem lirossaketsbiti á
hákarlsöngul.
Nú urðu „Mímis“-menn bæði sneyptir og ráðalausir
og lenti allt í handaskolum lijá þeim. Larsen barðist
eins og ljón, en allt kom fyrir ekki — og tók þó út yfir,
er þeir menn, sem hann stakk upp á af „Mímis“ hálfu,
skoruðust undan þvi að vera í kjöri og það þó að hann
tilnefndi einn af öðrum. Yið slíka lítilmennsku og slík-
an skort á hollustu, hrast Larsen loks þolinmæðina og
gaf hann sig nokkurs konar örvæntingu á vald. Sagði
hann félögum sínum til syndanna með fáum en vel völd-
um orðum og sagði sig úr „Mími“. Svo liáðuleg þótti öll
þessi útreið, að allir „Mímis“-menn, að fjórum undan-
skildum, sögðu sig úr félaginu. Af þessum fjórum, sem
eftir urðu, voru tveir íslendingar: Fimmti og Sjöundi.
Seinna voru þessir fjórir gerðir að heiðursfélögum „Mím-
is“ fyrir trú sína og hollustu. Larsen gekk í „Gamla“,
til þess að auglýsa mótmæli sín sem mest.
Skömmu eftir þenna atburð var haldið almennt „rússa“-
gildi á Garðinum. Prófastur sat í öndvegi með hinni ást-
úðlegu og virðulegu frú sinni. Etinn var lij artarliryggur
sem aðalréttur og hinn nýi klukkari úr „Pip“ flutti ræðu
164 JÖÐÐ