Jörð - 01.06.1943, Qupperneq 72
hann þá nafnskrift þeirra allra á mótí í bók sina, og gerð-
ust ýmsir þeirra jafnframt þúbræður hans og kom sér
þá, að bann var kominn af Agli Skallagrimssyni! Meðal
þeirra, er komu til að taka í hönd honum, var hinn nýi
„Gamlingur" Lai-sen og skrifaði Sjöundi umsvifalaust í
vasabók lians „Göfugur — svikari“, en sagði ekki neitt.
Larsen las, sagði ekkert, hneygði sig — eins og hann
beygði sig fyrir úrskurði — qg fór. „Mími“ bættust þeg-
ar nýir og prýðilegir kraftar, en þó liðu ein þrjú missiri,
áður en liann sigraði aftur sína gömlu andstæðinga við
kosningar.
Eins og fyrr segir, var jafnan allmikill hluti Garðbúa
utan félaganna. Um atkvæði þeirra börðust félögin við
kosningarnar og fyrir kom, að þeir héldu nokkurn veg-
inn hópinn. Var þá sigurinn vís þeim flokki, er þeir studdu.
Ekki má skilja við þetta mál án þess að minnast á lít-
inn lióp Garðbúa, er skoðuðu sig — á tímabili a.m.k. —
sem nokkurs konar samfélagsheild, án tillits til félag-
anna. Það voru íbúar efstu hæðarinnar í nýja húsinu,
sem áður hefur verið drepið á. Þar fær enginn lierbergi
fyrr en á síðasta árinu eða síðasta missirinu, sem liann
er á Garði. Sú hæð var kölluð „Admiralitet", en það orð
merkir á Islenzku sjóherstjórn eða aðsetur hennar. Þeir,
sem í „Admiralitetinu“ búa, lcjósa sér formann, er þeir
nefna „stóraðmírál“. Þeir áttu oft útistöður við aðra
Garðhúa, og var aðalvopnið slanga, sem notuð var til
þess að dæla vatni á óvinina. Einhverju sinni hafði ríkt
kyrrð og spekt á Garði árum saman. Leiddist þeim á
„Admiralitetinu“ friður sá hinn mikli og festu með sér
þann ásetning að rjúfa hann. Hófu þeir ófriðinn með
því að fara ránsferð um Garð og taka eldhúsgögn félaga
sinna, en þeir, sem fyrir því urðu, voru svo miklir skap-
stillingarmenn, að þetta nægði ekki til að hleypa þeim upp.
Þá tóku tveir hinir herskáustu slönguna og dældu vatni
inn í lierbergi guðsfræðings eins, sem sat við lestur, en
hann reiddist og safnaði liði til áhlaups á „Admiralitetið“.
Réðust árásarmenn upp í stigann með bareflum, en hinir
166 JÖRÐ