Jörð - 01.06.1943, Qupperneq 75
ekki í klukkutíma eða svo, en komu þá með nægilegt
brennivín til að skola brauðsneiðunum konungsnautum
niður með. Enn fremur kom nú Garðlæknirinn til sam-
sætisins og liófst nú góður gleðskapur og þótti það ekki
spilla, þó að brennivínið reyndist eilítið grugg'ugt, þvi það
var að öðru leyti gott. Stóð þá upp Garðlæknirinn og sagði
nokkuð sérstaka ástæðu fyrir komu sinni í það skiptið.
Til sín hefðu nfl. lcomið allir læknisfræðistúdentarnir á
Garðinum, hver á fætur öðrum, og kvartað um sama
kvilla: voru allir með flösu, ldáðatilfinningar i hársverði
og hárlos, og fengu allir ávísun á hárspíritus. Hefði sér
þótt þetta vita á betri tíðindi en ætla mætti i fljótu bragði,
og því brugðið sér á Garð, enda væri nú upp komið, að
sér liefði ekki skeikað um hugboðið. Yar gerður góður
rómur að máli læknisins, og jókst enn álit Garðbúa á
læknisbrjóstviti dolctorsins við þessar upplýsingar. Það
skal tekið fram, að læknisfræðistúdentarnir lögðn leið
sína um efnabreytingastofu læknisfræðideildar, áður en
þeir komu á Garð úr lyfjabúðinni, og að hárspiritusinn
lagði leið sína um eimingartæki þar, áður en hann kæmi
í kverkar Garðbúa!
Eins og hér er frá skýrt, höfðu Islendingar á Garði
allmikil mök við sambýlismenn sína, hina dönsku, þar
í félögunum, og þegar fjallað var um málefni Garðs.
Að öðru leyti umgengust Islendingar og Danir á Garði
hvorir aðra lítt, svo að með fádæmum mun vera, þegar
um er að ræða menn af tveimur evrópskum þjóðum.
Ekki höfðu íslenzkir stúdentar meiri kynni af dönsku
fólki utan Garðs. Þó að ótrúlegt megi virðast, munu kynni
islenzkra Hafnarstúdenta og Dana hafa aukizt, siðan
íslendingar hættu að búa á Garði.
T FORMÁLANUM er að því vikið, að sumt í þessari
frásögn sé miður gleðilegt. Og er þar tekin fram
aðalástæða okkar fyrir þvi að breiða ekki yfir það neina
blæju, er breyti svip og hlutföllum og geri myndina ó-
sanna og þar af leiðandi villandi um réttan skilning.
Jörð 169