Jörð - 01.06.1943, Side 78

Jörð - 01.06.1943, Side 78
svo óárenniegt, að mér þótti ekki viðlit að fara þar yfir. Hlaut ég þá að leita niður með vatninu, þangað sem líklegra var, að það væri fært. Þar breiddist það betur út og var i fleiri álum. Við það nálgaðist ég syðri veginn, póstleiðina, þá frá Vik, austur í Álftaver. Þegar ég var kominn nokkuð áleiðis, lagði ég út í og gekk vel yfir 2—3 landálana og átti þó erfitt með að verjast sundi, því þeir runnu í skorum. Þá koniu tveir meginálar og var sá eystri miklu breiðari og meiri. Ég sá, að hann mundi ekki vera mjög djúpur og óliklegur til þess að falla mikið á síðu, en liinu bjóst ég við, að þar mundu ekki „glymja járn í steinum" og að því varð mér.* Ég var ekki kominn langt út í hann, þá er liesturinn veltist um í sandbleytu með þeim árangri, að ég slilnaði af. Skammt neðar féll állinn þarna að djúpri lygnu við eyri austan megin. Var sú „for“ víst nógu djúp og rúmgóð gröf fyrir mig, ef dagarnir hefðu verið uppi. Og víst er um það, að hefði mig borið að því landinu, þá væri þessi atburður skráður í Rejdcja- víkurblöðunum frá Október 1900 með örfáum línum á þessa leið: Unglingspiltnr drukknar. Unglingspiltur úr Skaftár- tungu, að nafni Stefán Hannesson, fór í Sandvatnið á Mýrdalssandi. Var einn á ferð vestur yfir sandinn 26. Sept. Loftur póstur fann hestinn, með hnakk og beizli, undir sandöldu vestan megin vatnsins, er hann var á leið út yfir (i póstferð) þenna sama dag. Líkið er ófundið. Hef- ur sennilega borizt ofan í lygnu og sandkafið.“ En dagirnir voru ekki taldir. Þegar þarna var komið og ég var slitinn af Skjóna mínum, vissi ég illa, hvað gerðist, og þó komst ég á fæturna, en sandbotninn var laus, og þungur straumur, er.skóf undan fótum. Svo sökk ég og hentist áfram og lief vist ósjálfrátt krafsað í botn- inn með höndunum og vissi ekki mitt rjúkandi ráð, fyrr * Hér vill nú samt ritstj. gera þá athugasemd, að Sandvatnið veltir í sífellu fram ótölulegum grúa stærri og smærri hnullunga — en aö því kveður nú e. t. v. minna svo sunnarlega — enda kem- ur þetta ekki í bága við þa'ð, er höf. er að tala um. 172 JÖRÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.