Jörð - 01.06.1943, Síða 79
en mig bar að eyri vestan megin, langt framar. Upp i
ejn-ina klóraði ég mig, og alltaf mun ég liafa liaft fulla
meðvitund, og ég vissi svo sem, livað var að gerast.
Þegar ég var kominn upp í eyrina, fékk ég strax stað-
ið á fótum og hafði fulla gát á því að fara mér ekki að
frekari voða. Ég átti verst með, hve illa ég naut augna,
vegna jökulvatnsins, sem rann úr hárinu á mér, en það
lagaðist brátt. Ég sá, að mig hafði borið yfir og undr-
aðist það. Þegar ég fór að litast um á þessari litlu svörtu
eyju, þá sá ég fram undan hreiðan ál, grunnan en sýni-
lega hlautan, eins og við Skaftfellingar köllum það. Og
undir öldunni vestan megin stóð Skjóni minn og beið.
Mér var hrollkalt og tók fyrir að ganga um eyrina mér
til liita. Þegar ég var dálítið búinn að jafna mig, þá fór
ég að hugsa um að reyna að vaða í áttina til Skjóna.
En við tilraun til þess var ég aftur liætt kominn, og komst
þó til sama lands, án þess að verða rekald. Kveldið nálg-
aðist og kalsaliryðjur gerðu það grett með köflum.
Þarna gekk ég nú um og harði mér til hita, nálægt
klukkustund og beið þess, er verða vildi. Allt í einu sé
ég til mannaferða austur á Sandi á syðri veginum, og
því ekki á þeirri leið að koma mér til hjálpar. En er
þeir koma að vatninu, sé ég að þeim gengur illa að
komast yfir og þeir taka að kljúfa ála í áttina til min.
Og þá er þeir koma að meginálnum, fara þeir talsvert
upp með lionum og færast við það svo nær, að mér þykir
líklegt, að þeir geti séð mig; fer þvi úr kápu og veifa
líxeð henni. Þeir kljúfa álinn og halda síðan beint vestur
yfir þá, er eftir voru, og er sýnilegt, að þeir taka ekki
eftir mér. Þykir mér nú horfa fremur dauflega og fer
í kápuna aftur, því mér veitti sannarlega ekki af að tjalda
því, sem til var, ef ég átti að hýrast þarna yfir nóttina.
En þegar fólkið er komið yfir vatnið, þá sé ég allt í einu,
að karlmaður ríður i áttina til Skjóna míns, og þótti þá
betur. Hann fer alla leið til hestsins og tekur liann, en
ftemur þá staðar. Eftir litla stund sé ég svo, að hanri kem-
ur með Skjóna í taumi og stefnir til mín. Var þetta Loft-
jörð 173