Jörð - 01.06.1943, Side 80
ur póstur og var hann kærkominn gestur til svörtu eyj-
arinnar. Hann sá Skjóna ekki fyrr en liann var kominn
alveg yfir vatnið. Þá taldi hann víst, að maður hefði farið
í vatnið, en fór þá fyrst að litast um, er hann var búinn
að ná í hestinn, og' sá mig þá. Komst ég nú brátt i hóp-
inn, og voru þarna með pósti tveir karlmenn og ein kona.
Lánaði hún mér sjalklút, sem ég batt um liöfuðið, þvi
húfuna tók Sandvatnið og hefur ekki skilað lienni, enda
gat það varla minna verið, sem það fengi fyrir það að
skila mér upp í eyrina. Póstur og þeir, sem með lionum
voru, höfðu koffortahesta og aðra baggahesta, sem ekki
máttu fara liart. Og með því að mér var ekki hlýtt, en
svo hress, að ég var fær i flestan sjó á Skjóna, þá varð
það að ráði, að ég færi á undan hópnum. Sló ég þá undir
nára og þurfti vist ekki mikils með til þess, að Skjóni
kæmist á liarða stökk, því hann var ólatur og léttur. Reið
ég svo nokkurn veginn í einum spretti alla leið. út að
Vík. Hátlaði ég þar samslundis og fékk að því búnu lieit-
an mat. Þegar því var lokið að horða, þá setti að mér
nokkurn skjálfta og þótti það að vonum, og þó ills viti.
En skjálftinn leið fljött frá og ég sofnaði. Svaf fram á
dag og var þá hress og ferðafær. En svo mikla bölvun
hafði ég af jökulvatns-óþverra'num, sem hafði komizt of-
an í lungun, að ég býst við, að ég hafi gohlið þess í aldar-
fjórðunginn, sem þá fór í hönd. Svo fór um sjóferð þá.
En sagan er ekki öll sögð.
IOFTUR Ólafsson póstur á Hörgslandi var mikill
^ ferðamaður og öruggur póstur. Ilann fylgdi áætlun
af nákvæmni liins skyldurækna manns. Þenna morgun
lagði hann sncmma af slað úr Álftaveri, eins og liann var
vanur, og hefði að sjálfsögðu verið kominn út yfir Sand,
þá er ég kom að Sandvatninu, ef ekkert hefði orðið til
tafar. En hann tafðist. Þegar hann kom út í Dvralækjar-
sker, þá var einn hesturinn orðinn veikur. En Loftur
var ekki dýralæknir, þótt hann færi vel með hesta sina.
Þarna var hann nú, ásamt ferðafólkinu, að stumra yfir
174 JÖRD